29.4.2008 | 17:22
Lækkun = Hækkun
Þá á ekki af þeim að ganga greyið olíufélögunum hér á landi. Þegar olían hækkar úti, hækka þeir meira en þeir þurfa. Þegar krónan fellur hækka þeir meira en það sem nemur fallinu. Hinsvegar þegar olían lækkar erlendis, og þegar krónan styrkist þá hækka þeir líka.
Glæpamenn allir saman.
Olíuverð á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2008 | 19:59
Lélegur kaldhæðnishúmor sem almenningur skilur ekki
Hvers konar bull vellur uppúr þessar manneskju. Eftir að hafa horft á Láru í kastljósinu og á stöð 2 núna áðan, þá er ég sannfærður um að hún sé of hrokafull til að taka ábyrgð. Harkaleg orð, vissulega, en þegar manneskja setur sjálfa sig upp sem eitthvað fórnarlamb með tali sínu og fasi þá þykir mér það ekki fínn pappír.
Hugsið ykkur að kalla þetta grín, og fréttastjóri stöðvar 2 tekur undir það líka. Þetta er ekkert grín, þetta er gamallt trikk fjölmiðlamanna til að fá þær fréttir og þær myndir sem þeir vilja fá. Málið er bara að láta ekki ná sér.
Hún var gripin í bólinu og það þýðir ekki að vera með fórnarlambsstæla og segja "ég er fimm barna móðir... bla bla bla" og "ég geri þetta ekki nema að vel íhugðu máli....". Það er alveg pottþétt að hún er komin með vinnu eða einhver loforð um slíkt. Fimm barna móðir segir ekki upp útaf smotteríi eins og þessu nema það sé eitthvað sem hún á sem backup. Ekki nema hún sé svo vel gift einhverjum manni sem er með milljónir á mánuði til að halda henni og krakkahernum uppi. Það er víst gott að búa í Mosfellsbænum.
Svo toppaði hún þetta með því að hikksta, hika og sýna öll merki óöryggis með sína sannfæringu þegar hún var að lýsa þessu gríni sínu bæði í kastljósinu og sérstaklega á stöð 2 kom hún illa út.
En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð.
Fréttastjóri stöðvar tvö átti að reka hana undir eins. Þannig hefði hann bjargað trúverðugleika stöðvarinnar.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
21.4.2008 | 21:30
Komment sem verður líklega ekki samþykkt
Þetta komment var sett rétt í þessu á heimasíðu Svavars klerks á Agureyris sem var að ráðast á nafnlausa bloggara. Miðað við mína reynslu af því að kommenta á blogg manna sem eru óvissir í sinni sannfæringu, þá verður þetta ekki samþykkt. Siðan hans Svavars er hér og vonandi verðu þessi færsla samþykkt.
Ef þetta verður samþykkt, þá er það Svavari til mikilla tekna.
Hvaða hvaða.... Blogggunga, er það ekki flottur titill (halló aftur Gísli, og takk fyrir síðast :)
Jón Valur Jensson, þú segir opinberlega á þinn heimasíðu "Vegna princípafstöðu gegn nafnlausum skrifum á vefnum (þar sem sumir virðast hafa lítið taumhald á orðbragði sínu, geti þeir skákað í skjóli nafnleyndar) ákvað ég að loka á pósta frá óskráðum. Þar að auki úthýsi ég (1) þeim póstum sem ekki eru frá nafngreindum mönnum eða þeim, sem a.m.k. mér sé kunnugt um, hverjir eru, (2) öllum póstum, sem í myndar stað hafa andkristin merki eða trúarlega niðrandi eða ögrandi að mínu mati, og (3) þeim póstum sem innihalda guðlast... "
Hvers vegna ertu þá að taka þátt í umræðu hér við nafnleysingja. Þú ert einn af betur menntuðum mönnum þjóðarinnar, Cambridge hvorki meira né minna. Hvernig stendur á því að jafn menntaður maður og þú gerir sig sekann um að vera með princip á sinni síðu og brjóta það svo á síðum annarra? Ritskoðun þín er ekki bara nafnleysi, heldur líka á þá sem eru ekki á þinni skoðun. Það er að mínu mati stórhættulegt viðhorf.
Ef ég trúi ekki á guð, hvernig get ég guðlastað? Á að refsa mér fyrir skoðanir og orð sem ég læt útúr mér fyrir óheppni eða vankunnáttu á ákveðnum siðum sem ég þekki ekki???
Svavar klerkur, þó svo að doctorE hafi sagt eitthvað sem honum finnst og þú ert ekki sammála, þá er það rosalega slæm hegðun að fara með það í fjölmiðla. Það er eiginlega fyrir neðan þina virðingu að gera slíkt. Ég skoðaði þessa færslu rétt í þessu sem nefnist "hin bljúga bæn" frá 6.2.2008 á síðunni þinni. Ég vissi ekki hverju ég átti von á en ég verð að taka undir orð doctorE, þessi færsla ætti að komast í sögubækurnar, flokkuð undir "ótrúlegt". Þar segirðu meðal annars að "bæn er að treysta lífinu". Ég treysti lífinu, ég þarf ekki bænir. Þær breyta engu um lífið. Heldur hugga þær þá sem með þær fara. Sem bendir til þess að þeir sem biðja treyst einmitt ekki lífinu.
Bestu kveðjur
Loopman nafnleysingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 00:06
Nafnleysi bloggara.
Þetta er heitt mál núna.
Ástæða þessa pistils er ritskoðun á mínum kommentum sem að einhverjum ástæðum eru talin vera dónaleg. Sagan er stutt og verður rakin hér.
Þeir sem telja sig verða fyrir persónulegum ákúrum af minni hálfu, þeir hafa kallað þa uppá síg sjálfa.
Hér er færsla af síðu Mörtu B. Helgadóttur. Hún fjallar um að banna nafnleysingjana á blogginu. Miklar umræður spruttu upp um það. Ég kommentaði undir þessari tíma og dagsetningu: 30.3.2008 kl. 09:08. fyrir þá sem vilja sjá. Ég fékk komment á það til baka eins og þetta frá Moltu: "Vel mælt hjá Loopman - hér á moggabloggi tekur þú ábyrgð á skrifum þínum þó þú gerir það nafnlaust" og þetta frá Gylfabloggi "Ég er að fíla þessa nafnlausu bloggara mjög vel og þá má finna á bloggvinalistanum mínum því þeir þora að setja fram vinkla sem annars myndi vanta hér á bloggið. Þeir breikka flóruna og halda uppi umræðu í algjörum sérklassa, sjá ofanritað og þökk sé hinum nafnlausu"
En þá koma ósköpin. Gíslu Baldursson annar ágætur bloggari kemur með sakleysislegt komment sem hljómar svona: "Ég kalla þá blogggungur sem ekki leyfa athugasemdir á bloggsíðu sinni. Bloggbleyður þá sem nafnlausir skrifa. Gísli Baldvinsson, 30.3.2008 kl. 15:51"
Ég svaraði þessu um hæl og sagði: "Þig Gísli vil ég kalla bloggníðing fyrir að kalla fólk nöfnum. Dæmið ekki aðra nema þér verðið sjálfir dæmdir" Svo stutt var það komment.
En Marta klippti það út, og ég svarði aftur þessu þessum orðum: "Þetta er athyglisvert, mitt fyrra komment var ritkoðað og því segi ég þetta aftur. Gísli þér eruð bloggníðingar. Ekki dæma aðra nema þú vlijir sjálfur dæmdur verða. Samkvæmt þessu er Marta þá ekki blogggunga fyrir að ritskoða mig?"
Það var líka klippt út og Marta setti þetta inn: "Loopman, ég er búin að fjarlægja þitt komment hér í annað sinn- mun loka á þig ef þú setur inn persónulegan ruddaskap til Gísla hérna í þriðja sinn. Það sem Gísli setur fram hérna er með almennu orðalagi, og því er ekki beint til neins einstaklings sérstaklega. Það meginmunurinn á hans innleggi í umræðuna og þínu. Marta B Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 20:43 "
Ég svaraði og reyndi í þriðja sinn, en var blokkeraður eins og þessi orð segja til um "Eftirfarandi villur komu upp: Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir " Þannig að hún stóð ekki við orð sín heldur bannaði mig áður en ég gat svarað. Mitt svar var annars þetta:
"Marta. Ég er ekki með neinn ruddaskap. Hvers vegna má hann kalla fólk allskonar nöfnum eins og blogbleyður eða bloggungur en ég má ekki kalla hann blogníðing? Ég er ekki með neina ókurteisi, ég er ekki með ruddaskap. Ég einfaldlega segi Gísla vera það sem hann kallar aðra."
Boðskapur þessarar rimmu er einfaldur. Mörtu finnst allt í lagi að uppnefna hópa fólks nöfnum eins og gungur og bleyður. En það er ekki í lagi að kalla einstaklinga sömu nöfnum. Þetta er í minni bók ekkert annað en fordómar. Ég þykist nokkuð viss um að Gísli tekur þetta ekki það alvarlega að hann fari að gráta. Enda stór efa ég að hann taki þetta alvarlega. Ef hann gerir það, þá er honum guðvelkomið að svara mér eða kalla mig nöfnum eins og bloggbleyðu fyrir að vera nafnlaus. Það er hans réttur.
Gísla verður sendur póstur útaf þessu svo hann viti að hann sé í miðjunnu á þessari umræðu.
Bestu kveðjur, Loopman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2008 | 23:33
Hvað eru blaðamenn að gera í þessu???
Er spurning sem bloggarinn Magnús Helgi Björgvinsson spyr sig að á bloggi sínu, og segir meðal annars: "En svona í framhjáhlaupi þá finnst mér það skítt að við fáum allar helstu fréttir af efnahagsmálum hér á Íslandi frá útlöndum. Það er eitthvað að hjá íslenskum blaðamönnum ef að aðilar út í löndum hafa betri heimildir en blaðamenn hér."
Það er einfalt svar við þessu.
Blaðamenn hér á landi eru í yfirhöfuð illa menntaðir. Egill Helgason segir að menn þurfi að vera droppát úr háskóla til að vera góður blaðamaður. Hann er ekki einn um það. Blaðamannafélag íslands hélt málþing þar sem kennari í fjölmiðlafræði sagði að þetta háði blaðamannastéttinni og hann var úthrópaður fyrir það.
Það er ekki flókið fyrir mig til dæmis, sem vel menntaðan mann að gera svona greiningu á ástandinu hér heima, en það myndi hjálpa ef ég væri viðskiptafræðingur eða hagfræðingur. Eg myndi leita mér aðstoðar þesskonar sérfæðinga ef ég þyrfti. En þegar menn hafa ekki menntunina og þekkinguna til að gera svona rannsóknargreinar og það sem ég kalla alvöru blaðamennsku, þá reyna menn það ekki.
Það má líkja þessu við tvo einstaklinga. Annar kann að lesa og hinn ekki. Sá sem kann að lesa, sest niður og les 400 bls. bók án mynda. Hinn sest niður og flettir í gegnum þunnar myndabækur. Ef hinn læsi mælir með sinni bók, þá segir sá ólæsi...."mér finnst svona bækur leiðinlegar, það er alger óþarfi að lesa þetta allt".
Þetta er þó ekki algilt með blaðamenn, en upp til hópa er þetta svona. Meira að segja inna ritstjórna á mánaðarblöðunum "eru þetta miklir reynsluboltar í bransanum", en hafa ekki grunninn sem menntun í faginu gefur þeim. Þeir skiptast á að vinna á hvaða blaði sem er, og taka sömu vinnubrögðin með sér. Engum nýjum er hleypt inn og því verða menn alltaf í sandkassanum og komast aldrei upp á það level sem þeir ættu að vera á.
Ef maður ber saman vinnubrögð og aðferðir við greinarskrif og eftirfylgni, eitthvað sem maður mætti kalla blaðamennsku bara, þá eru fáir sem standa sig hér á landi. Kannksi einna helst Lesbók Moggans sem eitthvað getur, en þar skrifa oftar en ekki fræðimenn líka.
Þetta aumingja viðhorf sem mætti kalla, þegar menntun er dregin í svaðið og þeim mun ómenntaðri sem menn eru þeim mun betri blaðamenn verða þeir viðhorf, hverfur þá fyrst getum við farið að sjá alvöru greinar frá almennum blaðamönnum.
Eitt það fyrsta sem ég lærði í fjölmiðlafræðinni var það að allir blaðamenn eru sjálfumhverfir. Þegar á reyndi, virðist vera að kenningin sé rétt :)
Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2008 | 22:23
Besti bloggari samtímans
Bin Laden er snjall í sínum áróðri, þó svo hann sé ómarkviss og oft á tíðum samhengislaus hvað varðar tímasetningar og innihald. Eftir að hafa lesið nokkuð mikið af viðtölum við hann og "skilaboð" sem hann hefur birt á netinu og Al Jazeera í formi hljóð eða myndbanda, þá liggur það nokkuð ljóst fyrir að hann er talsvert mikið eftirá hvða varðar alþjóðamál og viðbrögð við þeim. Einni er það ljóst að 4 klukkutíma video stytt niður í nokkrar mínútur nær varla að meika sens. Mest megnis er hann að þylja uppúr kóraninum eitthvað tuð.
Snilli hans er ekki að hans gjörðum einum saman, hann veit að sama hvað hann segir, það verður birt, og það vekur heims athygli. Fréttamenn gleypa við ruglinu og meira að segja fréttamaður Rúv sagði fyrir tveim árum síðan að skilaboð frá honum væru ekki birt í USA vegna þess að þau gætu innihaldið dulin skilaboð til svokallaðra "sleeper cells" (er það svefn frumur?) sem eiga að bregðast við og gera skandal. Þetta fékk hann að sögn þegar ég spurði hann að þessu frá bandarískum stöðvum. Hann sagði þetta á rúv í beinni frá USA í fréttunum, án þess að kanna málið eða átta sig á því að bandaríkjamenn sjálfir viðurkenndu þegar árið 2002 að það gæti ekki staðist.
Í þessu meðal annars felst snilldin hans Bin Ladens, menn þora ekki að kalla hann klikkhaus. Heldur viðhalda þeir ruglinu með því að birta og ræða hans verk og skilaboð af alvöru. Hann var einusinni valdamikill en í dag er hann það ekki. Hann hefur litla sem enga stjórn á því sem gerist í heimsmálum. Hann er bloggari sem notar VOG, eða video blog til að segja sitt. Lannski vantar honum laptop og wireless pung frá Vodafone.
Og eins og bloggara er siður, vellur uppúr honum ruglið.
Ný upptaka með bin Laden | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 11:14
Ritskoðaður !!!! Málfrelsi og skoðanafrelsi óskast.
Hér á heimasíðu Mofa, sem ég addaði sem bloggvini, en hann er ekki búinn að samþykkja, er stórmerkileg umræða um trúmál, Creationisma og fleira. Hér er linkur á umræðuna. En mér til mikillar armæðu var ég RITSKOÐAÐUR. Mínu kommenti var hent út. Kommentið var réttlátt, sanngjarnt og fullkomlega í stíl við það sem hinir guðlegu setja frá sér á hverjum degi.
Kommentið kom á eftir kommenti frá Mofa klukkan 10,27 og lítur svona út.
Vá, þetta er ótrúleg umræða. En ég tók eftir einu þegar ég tengdi IQ mælinn minn (gáfnafarsmælinn) við usb portið að því meira sem ég las, þá seig greindarvísitalan mín talsvert. Næstum því eins mikið og þegar ég horfði á einn þátt á Fox network hér um árið.
Mín ráðlegging til bæði Gissurar og Doktors E er þessi, og hún kemur af reynslu, biturri reynslu. Þeim mun meira sem þið reynið að sannfæra þessa bullukolla um það hversu góð vísindin eru og hversu mikill bjánaskapur þessu ID Creationism kenningar eru, þeim mun meira mun ykkur verkja í hausinn. Ástæðan er einföld. Þetta hefur sömu áhrif og að berja hausnum við vegg í þeirri von að veggurinn sjái að sér og færi sig. Þegar allt kemur til alls blæðir mann og verkjar, en veggurinn stendur óhaggaður sem áður.
Til ykkar sem trúa. Trú er ekkert annað af uppgjöf á heilbriðgri skynsemi. Þessvegna ættu allir trúaðir að vera á örorkubótum eða á geðveikrahæli. Það er í lagi að trúá á guð, jesú og allah, en um leið og menn fara að trúa á geimverur (Vísindakirkjan) eða á Napóleon, Maradona eða hinn almáttuga Yoda, þá eru menn stimplaðir geðsjúkir. Trú = örorka/geðveila.
Loopman hefur talað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2008 | 17:33
Enn af miðaverði. John Fogerty
Núna er enn einn ellismellurinn að koma. Munurinn á Fogerty og Clapton er sá að síðan CCR hætti árið 1970 sirka, þá hefur hann ekki gert neitt að viti. Clapton hinsvegar dælir út snilld reglulega. Ég hlustaði á stríðsádeilu plötuna hans Fogerty þegar hún kom út hér um daginn, og hún er ekkert spes. En miðaverðið er algerlega útí hött. Clapton tekur ekki minna en eina milljón dollara fyrir showið, en Fogerty er ekki svo dyr það er ljóst. Laugardalshöllin er betra hús en Egilshöll, en samt frekar slæm. Hér er hið fáránlega verð.
John Fogerty - Stæði / Standing | Laugardalshöll - Stæði | Lifandi þjóð ehf | 6.900 kr |
John Fogerty - Númeruð sæti / Numbered seats | Laugardalshöll - Stúka | Lifandi þjóð ehf | 10.900 kr. |
John Fogerty - Frjálst sætaval / Seating | Laugardalshöll - Pallar | Lifandi þjóð ehf | 8.900 kr. |
Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta.... annað en það að mig kvíður fyrir verðina á Bob Dylan. Ætli það verði ekki 15.000 kr???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 13:18
Miðaverð
Það er frábært að kallinn skuli loksins sjá sér fært um að spila hér á landi. Ég er mjög spenntur fyrir því að sjá hann, en í þetta sinn verður það líklega ekki. Miðaverðið hér er alveg útúr kortinu. 9000 kall fyrir að standa inni í Egilshöll? Er mönnum alvara?
Það sorglega við það er að flestir íslendingar kaupa miða eins og þeim væri borgað fyrir það. Fattar enginn heilvita maður að þetta er ALLT OG MIKILL PENINGUR. Kannski hef ég efni á að segja þetta þar sem ég hef séð Clapton tvisvar áður. Borgaði minn dýrasta tónleikamiða EVER til að sjá hann og það voru 45 pund eða sirka 6000 kall. Þá sat ég á 4 bekk fyrir miðju í Manchester Evening News Arena, eða MEN Arena árið 2006. Geggjað show. Hitt skiptið var miðinn á 40 pund hjá svona "ticket scout" eða höstlara fyrir framan Royal Albert Hall árið 1996. Það var líka dýrt, en vel þess virði þar sem showið og tónleikastaðurinn var geggjað hvort tveggja.
Það sorglega við þetta allt saman er að Egilshöll er CRAP, eða sori. Það að borga þetta verð fyrir að standa úti í rassgati í fótboltavelli er bara bull. Gildir einu hvort það er Clapton eða whatever sem er að spila þar. Miðaverð á tónleika hér á landi er það hátt og hefur hækkað gríðarlega undanfarið, langtum meira en erlendis nota bene, að það er gáfulegra að fara í helgarferð til London, Köben eða eitthvað, borga aðeins meira í heildina fyrir tvo til útlandi plús miða heldur en að borga fyrir tvo miða hér á landi. 18.000 krónur fyrir tvo miða í A svæði. og 16.000 í B svæði sem ætti að vera mikið ódýrara en A svæðið.
Farið hingað inn á MEN Arena vefsíðuna sem var minn lókal tónleikastaður áður en ég flutti aftir heim á skerið, skoðið verðin og skoðið hvað kostar að vera hvar innan hússins. Linkur þagað er HÉR.
En miðað við lagalistann hans þá verða þetta svona best of tónleikar, þar sem hann er að fylgja eftir Best of plötunni sinni. Annars er það mín skoðun að neytendavitund Íslendinga er ekki góð, hún er eiginlega ekki til staðar. Þetta er líklega genetískur galli.
Það sem er svo verra er þessi VIP menning sem tengist þessum tónleikabransa. Miðað við reynslu mína af tónleikum hér á landi í seinni tíð þá verða hellingur af boðsmiðum og fyrirtækjamiðum í gangi. Fólk sem ekki einusinni hefur áhuga á að sjá viðkomandi listamann eins og sást á Noru Jones og fleiri tónleikum. Þetta lið fær frátekin svæði, á besta stað meðan almenningur borgar yfirverð fyrir að standa fyrir aftan VIP pakkið frá Kaupþingi, Glitni, Kók, og whatsitsname....
Tónleikamenningin hér á landi er ónýt. Gullgrafaraæðið bara vex.
Miðar á Clapton að seljast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2008 | 19:08
Ég hitti Healey
Þegar ég bjó í Leeds árið 2006 kom Jeff og spilaði í The Irish Center við York Road. Sá þetta auglýst fyrir tilviljun og ég var ekki lengi að kaupa mér miða. Við fórum saman ég og kærastan ásamt tveim vinkonum mínum þeim Lönu og Charlotte. Lana og Charlotte vissu ekkert hvað þær voru að fara að sjá, en mín kærasta var með hugmynd, þar sem hún hefur búið með með það lengi að hún gerir sér grein fyrir blúsáhuga mínum. :)
Maður sá allstaðar vel og við náðum borði á ská við sviðið, og þegar hann byrjaði fór ég alveg fremst og tók myndir og horfði á nokkur lög. Ég sá nokkra góða gítarleikara þetta sama ár, Robert Cray, Eric Clapton og Muse til að nefna eitthvað, en Jeff Healey stóð uppúr. Hann var rosalegur á sviði. Tók helling af lögum, öll sín bestu og nokkur cover lög eins og Highway to Hell eftir AC/DC meðal annars.
Frábærir tónleikar og við vorum alveg fremst þegar við vildum og til að toppa geggjaða tónleika, þá tók Jeff Healey sig til og áritaði bæði miðana mína og DVD diskinn sem ég keypti og sat fyrir á myndum og spjallaði heilmikið. Hann var rosalega vingjarnlegur og bara frábær náungi. Þegar hann áritaði fyrir Lönu tók hann í hendina á henni og spurði um leið, "Are you shaking?" þar sem Lana var soldið star struck og var alveg yfir sig hrifin af tónleikunum var hún spennt að hitta hann og skalf smá. Þá tók Jeff sig til stóð upp og faðmaði Lönu sem fór álveg í kerfi eins og sést hér á myndinni.
Ég að sjálfsögðu fékk allar upplýsingar um managementið hans og stefnan var að fá hann til að spila hér á landi. Hann tók mjög vel í það þegar við ræddum saman og hlakkaði til að koma ef við fyndum góðan tíma til að halda tónleika. Svo flyt ég heim að námi loknu og það fyrsta sem ég geri er að hafa samband við Blues.is listann hans Halldórs Bragasonar og spyrja þá hvort það sé áhugi á að fá hann til landsins, hvar væri best að hann spilaði og svo framvegis. Mitt plan var að gera þetta í samráði við blús senuna hér á landi og jafnvel hafa hann á blúshátið eða eitthvað. En því miður fékk ég aldrei svör né viðbrögð frá neinum af þessum blús póstlista.
Healey var rosalega næs og tónleikarnir hans einir þeir bestu sem ég hef séð, og ég hef séð marga góða. Hans verður sárt saknað.
Jeff Healey látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)