Ég hitti Healey

Þegar ég bjó í Leeds árið 2006 kom Jeff og spilaði í The Irish Center við York Road. Sá þetta auglýst fyrir tilviljun og ég var ekki lengi að kaupa mér miða. Við fórum saman ég og kærastan ásamt tveim vinkonum mínum þeim Lönu og Charlotte. Lana og Charlotte vissu ekkert hvað þær voru að fara að sjá, en mín kærasta var með hugmynd, þar sem hún hefur búið með með það lengi að hún gerir sér grein fyrir blúsáhuga mínum. :) DSC01726

Maður sá allstaðar vel og við náðum borði á ská við sviðið, og þegar hann byrjaði fór ég alveg fremst og tók myndir og horfði á nokkur lög. Ég sá nokkra góða gítarleikara þetta sama ár, Robert Cray, Eric Clapton og Muse til að nefna eitthvað, en Jeff Healey stóð uppúr. Hann var rosalegur á sviði. Tók helling af lögum, öll sín bestu og nokkur cover lög eins og Highway to Hell eftir AC/DC meðal annars.

 

Frábærir tónleikar og við vorum alveg fremst þegar við vildum og til að toppa geggjaða tónleika, þá tók Jeff Healey sig til og áritaði bæði miðana mína og DVD diskinn sem ég keypti og sat fyrir á myndum og spjallaði heilmikið. Hann var rosalega vingjarnlegur og bara frábær náungi. Þegar hann áritaði fyrir Lönu tók hann í hendina á henni og spurði um leið, "Are you shaking?" þar sem Lana var soldið star struck og var alveg yfir sig hrifin af tónleikunum var hún spennt að hitta hann og skalf smá. Þá tók Jeff sig til stóð upp og faðmaði Lönu sem fór álveg í kerfi eins og sést hér á myndinni. DSC01742

Ég að sjálfsögðu fékk allar upplýsingar um managementið hans og stefnan var að fá hann til að spila hér á landi. Hann tók mjög vel í það þegar við ræddum saman og hlakkaði til að koma ef við fyndum góðan tíma til að halda tónleika. Svo flyt ég heim að námi loknu og það fyrsta sem ég geri er að hafa samband við Blues.is listann hans Halldórs Bragasonar og spyrja þá hvort það sé áhugi á að fá hann til landsins, hvar væri best að hann spilaði og svo framvegis. Mitt plan var að gera þetta í samráði við blús senuna hér á landi og jafnvel hafa hann á blúshátið eða eitthvað. En því miður fékk ég aldrei svör né viðbrögð frá neinum af þessum blús póstlista.

Healey var rosalega næs og tónleikarnir hans einir þeir bestu sem ég hef séð, og ég hef séð marga góða. Hans verður sárt saknað.


mbl.is Jeff Healey látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

góð grein, einn af mínum mestu uppáhaldstónlistarmönnum. Þú hefðir nú bara átt að setja þig beint í samband við Dóra eða Guðmund Pétursson, en það þýðir víst lítið að tala um það núna.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Loopman

Ég sendi Dóra póst á þessa blues addressu hans, en fékk ekkert svar.

En Healey var spenntur fyrir því að koma og umboðsmaðurinn hans líka.

En svona er þetta. Rétt eins og þegar Stevie Ray Vaughan stóð til boða að koma á listahátið árið 1988 en nefndin sagði nei, Shit happens.

Loopman, 4.3.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband