Pólitísk ábyrgð

Hvað finnst fólki um að byltingarsinninn og hvunndags hetjan Svandís Svavarsdóttir láti frá sér skýrslu sem allir hafa beðið eftir með þeim hætti sem hún gerði. Í stað þess að segja okkur hvernig hlutirnir voru og fella dóm yfir þeim spillingaröflum og eiginhagsmunapólitík sem þar réði ríkjum, hefur hún fallið í þá gryfju sjálf. Þetta er pólitísk málamiðlun sem allir pólitíkusar sem að málinu komu eru sáttir við. HVAÐ ER Í GANGI.

Mér fannst hún vera sellát þegar hún tók við Birni Inga hnífstungumanni eins og ekkert væri. Við það tækifæri sagði hún meðal annars. "Vilja ekki allir stjórnmálamenn starfa í meirihlutanum?..." Svo toppaði hún þetta og sagði að þetta væri einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Það kannski að breiða yfir spillinguna á opinberan hátt með samþykki allra sem áttu þátt í henni.

Hún hafði tækifæri til að hrista vel upp í spillingarmálum og koma sjálfri sér áfram sem gríðarlega öflugum leiðtoga sem gefur ekki tommu eftir, en hún bæði meig á sig og skeit upp á bak með þessari málamiðlun.

"Menn verða svo að bera pólitíska ábyrgð á þessu " kom líka frá henni, en hvað er það? Skilgreining á pólitískri ábyrgð er þessi: Í hinum siðmenntaða heimi segja menn af sér, sæta jafnvel dómi fyrir svona afglöp í opinberu starfi. En hér er þetta svo mikill vani að menn kippa sér ekki upp við 600 milljóna húsakaup, það þykir bara allt í lagi.  Pólitísk ábyrgð hér á landi þýðir að, if you cant beat them, join them. Eitthvað sem Svandís hefur gert með stæl. Og blaðamenn hér láta hana komast upp með það án múðurs. WANKERS

 


mbl.is FL Group: Ekkert óeðlilegt við aðkomu félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ef satt er eins og þú segir Svandísi hafa sagt: "Menn verða svo að bera pólitíska ábyrgð á þessu" Þá er  hún aldeilis búin að skipta um skoðun því nú segir hún að það þurfi ekki að draga neinn til ábyrgðar. 

Það er sama skítafýlan af málinu nú og var þá, eini munurinn er, að nú er Svandís orðin partur af mykjunni.

Halla Rut , 8.2.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þetta ferlega fúlt, vegna þess að Svandís lofaði svo góðu...

Jónína Dúadóttir, 15.2.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband