Vænkast hagur Strympu

Nú er ég loopman orðinn umtalsefni annara bloggara.. það er athyglisvert. Hér segir Sæmundur skemmtilgilega frá:

"Loopman (sem mig minnir að hafi einhvern tíma kommentað hjá mér) skrifar líka komment við bloggið hans Friðriks og úthúðar þar ýmsum eins og honum einum er lagið. Þar á meðal Jónu Á. Gísladóttur sem geldur honum rauðan belg fyrir gráan með því að skrifa um hann. Já, það er gaman að þessu. Eflaust gæti ég fundið meira um þessi mál, ef ég leitaði vel. Moggabloggið rúlar."

Eins kemur ofurbloggarinn Jóna eitthvað með sína færslu sem ég set hér inn í heild sinni, og kallast hjá henni..."Ég er sjúk í athygli og þið eruð hjörðin mín"  Sjá hér:

Ekkert er betra en sjálfsskoðun af og til. Við lærum eitthvað um okkur sjálf, eins lengi og við lifum, þó vissulega sé misjafnt hversu vel hver og einn þekki sjálfa sig.

Nú er það svo, að þegar persóna er jafn athyglissjúk og ég sjálf, þá er fátt sem gleður hennar litla  hjarta jafn mikið og að sjá að fólk úti í bæ hafi skoðun á henni. Tali um hana. Skiptir þá engu hvort það umtal er gott. Slæmt umtal er betra en ekkert, í huga athyglissjúkra. Það ætti ég að vita best sjálf.

Svo finnst mér líka óendanlega gaman að sjá að fleiri en ég eru haldnir þeirri sjálfspyntingarhvöt að liggja yfir einhverju sem fer í taugarnar á þeim. Sjálf dregst ég að til dæmis sjónvarpsefni sem fer í taugarnar á mér. Skemmti mér við að hneykslast á leikurunum/efnistökum/tónlistinni/þýðingu, eða hverju því sem fer í pirrurnar á mér. ''Skemmtilega hallærislegt'' efni er það besta sem ég veit. Helst það hallærislegt að ég roðni út að eyrum af skömm fyrir hönd viðkomandi.

Mig langar til að deila með ykkur skrifum ónefnds bloggara um mig og fleira fólk,  í athugasemdarkerfi hjá öðrum ónefndum bloggara. (Ég tek fram að nú er ég að reyna að vera tillitssöm).

Ég bið ''hjörðina'' mína endilega að láta heyra sem hæst í sér, því ekki viljum við taka frá þessum aðila þá þenslu sem þið og ég, getum skapað í sameiningu, á hans taugum.

Kæri (ó)vinur, takk fyrir þá ómældu skemmtun sem þú hefur veitt mér í dag. Ég auðvitað hékk inn á blogginu allan liðlangan vinnudaginn og fylgdist með framvindu mála. Því mér þykir svo gaman að lesa um mig. Að frátöldum þeim tíma sem ég eyddi í Kringlunni, verslaði mér fatnað og drakk kaffi með vinkonu. Allt á fullum launum. Hugsaðu þér!

Helst af öllu vildi ég bjóða þér í enskan morgunmat um næstu helgi en á erfitt með það, þar sem ég finn þig ekki í símaskránni. Þú þyrftir nebblega að koma inn á heimilið mitt og sjá heimilislífið með eigin augum. Og eyrum. Þá fyrst myndirðu skilja merkingu orðsins ''tuðari''.

 

Ég hef verið bloggari ansi lengi, byrjaði á því fyrst árið 1998. Hef bloggað hér og það með hléum síðan þá.  Það sem mér finnst persónulega um þessa "topp 4" bloggara. Áslaugu Ósk hef ég lítið lesið og get því ekk fullyrt um hana eins og um hina þrjá. En Jenny, Jóna og Stefán eiga það sameiginlegt að fara heilmikið í taugarnar á mér. Fyrst og fremst vegna þess að þau blogga þannig að það eru margar færslur á dag. Maður fær á tilfinninguna að þau eigi sér ekkert líf.

Jóna Á Gísladóttir bloggar eins og wannabe rithöfundur. Sem hún reyndar er :) Segir það sjálf á sínu bloggi. En hún er með ákveðinn stíl. Stíl sem ég gagnrýndi hana á hennar eigin bloggi hér um daginn og uppskar skæðadrífu af gagnrýni og skítkasti frá "já hjörðinni" sem kommentar á bloggið hennar svona: "ooo þú er svo mikið æði; fjöskyldan þín er frábær, þú ert svo hugrökk..." og svo framvegis. Ég á afskaplega erfitt með að sjá fólk opna sig svona og sína fjölskyldu á netinu, sérstaklega þegar hún talar um börnin sín. Það fylgir mikil ábyrgð því að blogga um einstaklinga og setja allt um þá á netið. Eins er þarna mikið af bloggtuði frá henni.

Jenny Anna er manneskja sem bloggar stórar færslur um fréttir oft á dag. Sem þýðir að, rétt eins og Stefán sem gerir slíkt hið sama, þau eru alltaf ofarlega á listanum yfir ný blogg og því klikkar fólk á þeirra link. Þó svo innihaldið sé frekar krappí. Jenny tuðar eiginlega meira en Jóna, sem er talsvert afrek.

Stefán er með myndarlega höku, en ekki nægilega skemmtilegar skoðanir. Hann er einum of mikill SUS frjálshyggu sveimhugi fyrir minn smekk. Hann er líka það meðvitaður um fjölda lesenda á sitt blogg, rétt eins og hinar tvær allavega, að hann er með svona "disclaimer" sem hann beinir að lesendum sínum

Allir þessir 3 bloggarar hafa það sameiginlegt að banna eða vera á móti nafnleysi. Allir 3 eiga það sameinginlegt að tuða rosalega mikið. Stefán kannski skárri en þær tvær. En það sem einkennir þau er gríðarleg athyglis sýki sem manifestar sig þannig að þau rasa út um allt og ekkert. Ef þetta væri skemmtilegt sem þau rita væri það bara gott mál, en því miður er það ekki svo.

Þessi "Já mafía" sel eltir þetta fólk á spjallinu er líka frekar sad lið. Eins og Obi Wan Kenobi orðaði það hér um árið....."Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?"

Ætli ég verð ekki hrópaður í kaf núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Loopman þú ert svo mikil dúlla, það er málið

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér sé friður

Jóna Á. Gísladóttir, 17.5.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Sema Erla Serdar

híhí

Sema Erla Serdar, 18.5.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Loopman

:)

Loopman, 19.5.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband