Nafnleysi bloggara.

Þetta er heitt mál núna.

Ástæða þessa pistils er ritskoðun á mínum kommentum sem að einhverjum ástæðum eru talin vera dónaleg. Sagan er stutt og verður rakin hér.

Þeir sem telja sig verða fyrir persónulegum ákúrum af minni hálfu, þeir hafa kallað þa uppá síg sjálfa.

 Hér er færsla af síðu Mörtu B. Helgadóttur. Hún fjallar um að banna nafnleysingjana á blogginu. Miklar umræður spruttu upp um það. Ég kommentaði undir þessari tíma og dagsetningu: 30.3.2008 kl. 09:08. fyrir þá sem vilja sjá. Ég fékk komment á það til baka eins og þetta frá Moltu: "Vel mælt hjá Loopman - hér á moggabloggi tekur þú ábyrgð á skrifum þínum þó þú gerir það nafnlaust" og þetta frá Gylfabloggi "Ég er að fíla þessa nafnlausu bloggara mjög vel og þá má finna á bloggvinalistanum mínum því þeir þora að setja fram vinkla sem annars myndi vanta hér á bloggið.  Þeir breikka flóruna og halda uppi umræðu í algjörum sérklassa, sjá ofanritað og þökk sé hinum nafnlausuSmile"

En þá koma ósköpin. Gíslu Baldursson annar ágætur bloggari kemur með sakleysislegt komment sem hljómar svona: "Ég kalla þá blogggungur sem ekki leyfa athugasemdir á bloggsíðu sinni. Bloggbleyður þá sem nafnlausir skrifa. Gísli Baldvinsson, 30.3.2008 kl. 15:51"

Ég svaraði þessu um hæl og sagði: "Þig Gísli vil ég kalla bloggníðing fyrir að kalla fólk nöfnum. Dæmið ekki aðra nema þér verðið sjálfir dæmdir" Svo stutt var það komment.

En Marta klippti það út, og ég svarði aftur þessu þessum orðum: "Þetta er athyglisvert, mitt fyrra komment var ritkoðað og því segi ég þetta aftur. Gísli þér eruð bloggníðingar. Ekki dæma aðra nema þú vlijir sjálfur dæmdur verða. Samkvæmt þessu er Marta þá ekki blogggunga fyrir að ritskoða mig?"

Það var líka klippt út og Marta setti þetta inn: "Loopman, ég er búin að fjarlægja þitt komment hér í annað sinn- mun loka á þig ef þú setur inn persónulegan ruddaskap til Gísla hérna í þriðja sinn. Það sem Gísli setur fram hérna er  með almennu orðalagi, og því er ekki beint til neins einstaklings sérstaklega. Það meginmunurinn á hans innleggi í umræðuna og þínu. Marta B Helgadóttir, 30.3.2008 kl. 20:43

Ég svaraði og reyndi í þriðja sinn, en var blokkeraður eins og þessi orð segja til um "Eftirfarandi villur komu upp: Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir " Þannig að hún stóð ekki við orð sín heldur bannaði mig áður en ég gat svarað. Mitt svar var annars þetta:

"Marta. Ég er ekki með neinn ruddaskap. Hvers vegna má hann kalla fólk allskonar nöfnum eins og blogbleyður eða bloggungur en ég má ekki kalla hann blogníðing? Ég er ekki með neina ókurteisi, ég er ekki með ruddaskap. Ég einfaldlega segi Gísla vera það sem hann kallar aðra."

Boðskapur þessarar rimmu er einfaldur. Mörtu finnst allt í lagi að uppnefna hópa fólks nöfnum eins og gungur og bleyður. En það er ekki í lagi að kalla einstaklinga sömu nöfnum. Þetta er í minni bók ekkert annað en fordómar. Ég þykist nokkuð viss um að Gísli tekur þetta ekki það alvarlega að hann fari að gráta. Enda stór efa ég að hann taki þetta alvarlega. Ef hann gerir það, þá er honum guðvelkomið að svara mér eða kalla mig nöfnum eins og bloggbleyðu fyrir að vera nafnlaus. Það er hans réttur.

Gísla verður sendur póstur útaf þessu svo hann viti að hann sé í miðjunnu á þessari umræðu.

Bestu kveðjur, Loopman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

Merkileg þröngsýni hjá sumum varðandi þá sem kjósa að blogga ekki undir sínu nafni, þó þeir gefi væntanlega upp rétta kennitölu þegar þeir skrá sig og taka þar með ábyrgð á sínum skrifum.

molta, 31.3.2008 kl. 09:22

2 Smámynd: Loopman

Mikið rétt.  Mér finnst þetta vera óttaleg hræsni í fólki. Mig grunar að ef ég hefði gert þetta undir nafni, þá hefði ég samt verið ritskoðaður, því þegar allt er talið, þá snýst málið um það hver ræður. Hver vill stjórna umræðunni.

Loopman, 31.3.2008 kl. 10:18

3 identicon

"Oft er emjað undir þunnum skrápi" stendur einhvers staðar. Hér er deilt um orð (eins og oft áður). Orðin eru: gunga, bleyða og níðingur. Öll eru þessi orð gömul og koma fyrir í elstu ritum. Orðin gunga og bleyða, eru og voru notuð í háðungaskyni (Sbr Fjölmæli, Gunnar Thoroddsen) en níðingur sá sem aðra eða annað ofbeitti. Gras- eða heyníðingur var ljótyrði og varla sagt um aðra í sveit en þá sem ofbeittu eða beittu á annarra jörð. Þá eru ótaldir orðníðingar, eða orðsóðar. Í seinni tíð hefur orð eins og barnaníðingur fengið (eðiliega) mjög sterka lýsingu. Ef samskeytt væri orðin blogg-níðingur þá erum við að tala um persónu sem níðist á öðrum sem er þá þolandi, og merking orðsins bloggníðingur teldist meiðandi að mínu mati. Að þessu leyti telst Marta hafa rétt fyrir sér enda með ritstjórnarábyrgð á sinni síðu. Í orðunum -bleyða- og -gunga- er ögrun það er, sá sem gæti en þorir ekki. Það er sjáfslýsing og gerir viðkomandi ekki að geranda eins og í orðinu -níð-. Orðið sjálft merkir auðvitað það að persóna er uppnefnd eða jafnvel sagt á hana sakir.

Hitt er svo annað mál að sá sem ekki skrifar undir nafni gerist frakkari í skrifum. Hann hefur hulu sem ég hef í sjálfu sér ekkert á móti ef það skaðar engan.

Í þessu tilviki kemur Loopman hreint til dyranna og ég veit hver hann er. Ef hann hefði skrifað innskot undir nafni á annarra manna bloggsíður er hann ábyrgur orða sinna, annars ritstjórnandi síðunnar. Þetta er mitt álit. Þriðji flokkurinn er svo þeir nafnlausu sem allir þekkja, s.s. salmann og stormsker.

Ég hefð farið eins að og Marta en boðið þér að setja þetta inn undir nafni.

mbk...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Brattur

... já... alltaf jafn merkileg þessi umræða um nafnleysingja sem blogga... ég hef aldrei rekist á dónaleg eða meiðandi ummæli frá þeim sem kýs að skrifa undir dulnefni á blogginu... hins vegar hef ég séð margt skrautlegt í þeim efnum hjá þeim sem skrifa undir fullu nafni... mér finnst þeir ekkert neinar sérstakar hetjur og enn minni hetjur að "veitast" að þeim sem kjósa að skrifa nafnlaust... skil bara alls ekki þetta nudd út í nafnlausa bloggara... mér finnst þeir auka á breiddina í bloggheimum og bara skemmtilegir...  og síst frakkari en aðrir...

... hættum bara að kalla hvort annað nöfnum og höfum gaman að þessu...

...sjálfur nota ég "skáldanafn" en er með mynd af mér og fullt nafn í höfundaupplýsingum á síðunni minni... það er bara mín leið...

Brattur, 31.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband