Misnotkun fjölmiðla

Verðsamráð verslana hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undafarnar vikur. Ég hef mínar grunsemdir að það sé nú eitthvað til í þessum ásökunum, enda fyrirækin sem um ræðir ekki þekkt fyrir að gera mikið fyrir sína viðskiptavini annað en að taka þá í óæðri endann og heimta svo að maður borgi 15 kr fyrir poka.

Hinsvegar er annað mál sem þessu tengist og það eru fjölmiðlar og eignarhald á þeim. Hvers vegna skiptir það máli? Svarið er einfalt. Þegar Rúv hóf umræðu á þessu máli létu Baugsmiðlar (Stöð 2, Bylgjan, Visír.is, Fréttablaðið og auðvitað skadal skúbb blaðið DV) ekkert frá sér um þetta mál. Það var sem sagt ÞÖGN. Það var ekki fyrr en Rúv, bloggarar og almenningur var farinn að tala það mikið um málið að þeir gátu ekki þagað lengur. Umræðan var bæði lítil og léleg. Það sem helst var gert var að skammast í Rúv vegna þess að þeir sem sökuðu verslanir um samráð komu ekki fram undir nafni. Það er grundvallar réttur blaðamanna að vernda sína heimildamenn.

Sú staðreynd að Baugur hafi látið tala málið niður og sú staðreynd að þeir eiga flesta fjölmiðlana hér á landi kemur ekki á óvart, enda er það alveg í anda fákeppni og einokunar að reyna stýra umræðunni sér í hag. Þá gildir einu hversu blaðamenn og ritstjórar þykjast vera hlutlausir, eins og þeir segjast flestir vera. Meira segja sjáfsskipaður fjölmiðlagagnrýnandi Ólafur Teitur Guðnason gagnrýnir Rúv fyrir það að menn komu ekki fram undir nafni.

Það er ráðist á eina fjölmiðilinn sem er ekki í eigu Baugs í stað þess að skoða hvort eitthvað sé til í fréttinni. Eyjan og með Silfur Egils í fararbroddi tók á málinu af smá festu. En það var bara lítið og yfirborðskennt, en samt var bakarinn ekki hengdur fyrir smiðinn á þeim bænum.

Það sem þó toppaði, eða réttarasagt botnaði umræðuna og expósaði einn miðil fyrir það hvað hann er var útvarp Saga. Þar ræður Arnþrúður Karsdóttir ríkjum. Með henni eru miðlar og spámenn eins og Hermundur Rósinkranz og Sigríður Klingenberg og fleiri sem hafa það að atvinnu að fara illa með fólk sem er trúgjarnt eða veikt fyrir en það er önnur saga.... Stöð litla mannsins, þar sem fólkið í landinu (aðallega öryrkjar og fólk sem ætti ekki að tjá sig á almannafæri) tjáir sig í beinni útsendingu.

Nú bregður svo við að í stað þess að hella sér yfir verslanirnar og samsteypurnar sem allt eiga hér á landi, þá fer hún í rosalega vörn. Tími eftir tíma sem voru endurteknir margoft, símatímar þar sem hún helt uppi hetjulegum vörnum..... Fyrir annan aðilann. Bónus. Svo gróft var það að þegar það fór heill þáttur þar sem hún og einhver kellingarálka töluðu um það hvað Bónus væri dásamlegt fyrirbæri.

Svona voru samtölin milli þeirra....Arnþrúður segir "þetta er alveg ótrúlegt með Krónuna, þar fær maður kálhaus á 250 krónur stykkið. það er bara gjafaverð", (innskot mitt. NEI það er ekki gjafaverð) og svarar þá hin herfan svona. "Það er sko ekkert Arnþrúður mín, ég fer frekar í Bónus og kaupi mér heilt kíló af frosnu grænmeti á 190 krónur". "Váá, það er sko kjarakaup á frosnu grænmeti í Bónus, þeir eru bara mikið ódyrari, þar er sko gott að versla". Það svarar hin aftur... "Já segðu... Gvöööð, veistu hvað!!! Í Krónunni færðu kók á 150 krónur, en ég fer frekar í Bónus og kaupi mér Pepsí á 69 krónur".  Svona hélt þetta áfram, og ég dauðskammaðist mín við að það hlusta þetta var svo augljóst.

Ekki bætti það úr skák að þær töluðu um þegar Ólafur framkvæmdastjóri Bónuss hafði sagt þeim í viðtali daginn áður að þessar ásakanir væru ekki réttar og svo nún á eftir þá kemur forstjóri Haga, sem kaupa inn fyrir Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri, í heimsókn. Ekki var Krónunni og Kaupás fyrir að fara þarna, heldur bara Bónus. Og stöð litla mannsins var orðinn öflugasti talsmaður auðvaldsins sem ég hef séð. Þetta minnti mig á áróðursþættina sem þeir á FOX network kalla dagskrá hjá sér. Fox er áróðurs maskína Repúblikana flokksins í USA fyrir þá sem ekki vita.

Framkvæmdastjóri Haga kom í heimsókn og ég hlustaði á það og það var annað svona sem maður myndi kalla egósentrískt rúnk og svo var fullnægingin þannig að sprautað var yfir ríkisstjórnina, Rúv og nafnleysingjanna sem "ljúga til að koma óhróðri" á heiðarlega viðskiptamenn. Þessi maður sagðiu meðal annars; "Það sem Bónus hefur gert er að þegar bið opnuðum á sínum tíma eyddi þjóðin 23% af tekjum í matarkaup, í dag aðeins 13%". Þetta er svo sem ok, en það var ekki tekið fram að húsnæði og bílar hafa svo margfalt tekið framúr öllu og afborganir af slíku hækkað svo mikið það það jaðrar við ofurvexti og ónýtan gjaldmiðil (huhh? þetta hljómar undarlega).

Í nýlegri skýrslu KB banka segir að álagning Haga, og Bónuss og annarra búða HAFI ALDREI VERIÐ HÆRRI.

Ég var að hugsa um að hringja á útvar Sögu og skamma Anrþrúði, reka hana á gat og láta hana í ljósi frelsis og opinnar umræðu skella á mig vegna þess að hún gæti ekki staðið undir mínum skotum lengi, en til þess þá þarf ég að lækka greindarvísitöluna ansi mikið. Ég er búinn að vera horfa á FOX network, lesa Biblíuna, bæði nýju og gömlu þýðinguna, spá í Tarot, hlusta á Jeb og W Bush, en ekkert gengur. Greindarvísitalan lækkar ekki nógu mikið.

Blaðamenn Íslands Skammist ykkar.

The Loopman has spoken

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband