Neytendamálin

Eftir að hafa búið í Englandi og kynnst verðinu þar, sem nota bene er ekki ódýrt þá get ég ekki skilið af hverju Íslendingar hafa svona gaman af því að láta taka sig í óæðri endann og þakka svo pent fyrir sig. Bretar neita að versla, besta dæmið eru dvd og cds, þar til rétt fyrir jól að stóru keðjurnar lækkuðu verðið. Hér heima kaupa allir og segja svo þegar ég spyr, hvers vegna þetta sé svona dýrt, "Þetta er bara svona hér á íslandi" og svo hlær fólk, Ha ha ha, eins og þetta sé eitthvað sniðugt.

Það sem er þó verst er þegar bæði neytendur og kaupmenn reyna að réttlæta verðið og sannfæra fáfróðan og auðplatanlegan almenning um það að verðið hér sé alveg samkeppnishæft. "Sjáið bara merkjavörur og tövuvörur" segja þeir. By the way, tölvur eru gríðarlega dýrar hér og merkjavaran er ekki ódýr, það er þegar hún fæst á annað borð.

Það er engin ástæða fyrir háu verði nema álagning uppá 100-1000 % Neytendur hér á landi og þar af leiðandi allir íbúarnir eru fífl. Ég versla ekki með bros á vör eins og svo margir. Ég fyllist kvíða þegar ég finn lykt að kredidkorti.

 


mbl.is Örtröð í Bónus á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Hættum að kaupa mat! Það væri gaman að sjá hvort búðirnar myndu lækka verðið eða bara einfaldlega bíða eftir að fólk yrði svangt.  Hvað varðar aðra hluti er ósköp einfalt að pannta þá að utan... Ég geri það allavega.

Bjarki (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Loopman

Eini gallinn er að það eru tollar og vörugjöld og hellingur af bull gjöldum sem verður að borga.

Ég keypti oft hluti af netinu þegar ég bjó úti, enda borgaði ég bara sendingarkostnað, þegar það átti við.

 Loopman

Loopman, 29.1.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband