The Pogues. Bestu tónleikar ever

Þessi frétt er mér mikil vonbrigði. Eitt besta lag allra tíma og þar af leiðandi eitt besta jólalag allra tíma komið í ritskoðun hjá BBC. Political correctness gone mad. Þessi ofsafengni réttrúnaður fer að minna á viðhorf landans til mála eins og nektardans, kláms, áfengissölu, útlendinga og svo framvegis.

The Pogues annarsvegar eru það band sem ég dáist af. Fyrst og fremst vegna þess að söngvarinn ætti að vera dauður, en er ekki. Ég sá þá tvisavar þegar ég var að læra í Englandi. Fyrst árið 2005 í Manchester Evening News Arena, eða MEN Arena. 10 þúsund manns og mikil stemming. Hin frábæra Paddy Punk hljómsveit The Dropkick Murphys hitaði upp. Þeir gerðu lagið úr The Departed, Shipping up to Boston sem sjá má hér.  http://www.youtube.com/watch?v=xavoTH_aqXQ

Shane MacGowan er bestur 

Shane MacGowan var í góðum fíling, en entist ekki nema 3 lög í einu. En í heildina frábært show. Svo sá ég þá í London þann 19 des í fyrra. Sem sagt fyrir návkæmlega ári síðan. Það show hinsvegar var eitt það besta sem ég sá og eitt það best sem ég hef séð EVER. Ég veit að Óli Palli og Rás 2 fóru með hópferð og sáu showið þann 18 des, sem var ekki gott. Shane of fullur og einhver hellti bjór yfir mixborðið og rafmangið sló út. 40 mín hlé og leiðindi.

En þann 19. des í Brixton Carling Academy, sem nota bene er eitt best tónleikahús í heiminum, brilleraði Shane og Pogues. Ég stóð blautur af Guinness bæði að innan sem og utan, því allt flæddi í bjór, með konuna mér við hlið, við hliðina á risastórum mean mother fucker biker gaurum. Meðan jólalagið A Farytale of New York ómaði þá grétu þessir menn. Þetta voru menn sem ég undir eðlilegum kringumstæðum hefði verið skíthræddur við. En að sjá þessa menn grípa í arminn á mér, með tárin í augunum og Guinness í hinni hendinni og rugga sér fram og til baka með laginu er mér ógleymanlegt.

The Pogues lifi, og hafa aldrei verið betri. Ekki bara mín orð heldur allir dómarnir sem þeir hafa fengið í erlendu pressunni uppá síðkastið. Ég mun sjá þá í þriðja sinn einn daginn.


mbl.is BBC ritskoðar jólalag Pogues
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jólalagið verður þá bara spilað hér. Hélt að þessi´forneskjulega árátta ða reyna að halda fyrir eyrun á þjóðum, yki bara áhugann á tónlistinni eins og menn muna vel með  "Je t'aime... moi non plus" Gainsbourg og Jane Birkin á sínu tíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband