Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2007 | 00:19
Kalli Tomm!!!!!!
Hvað í andskotanum er þetta Kalli Tomm dæmi. Þetta dómínerar alltaf vinsæl blogg og þegar ég skoða þetta eru þetta einhverjir vinir að hugsa sér mann. Ég sem karlmaður hugsa mér konu, eða konur... það er miklu skemmtilegra. Þetta er eitt það sorglegasta sem ég hef séð á minni löööngu internet æfi... byrjaði þar árið 1993.
Tökum einn Kalla Tomm sést oft.... Ef ég sé þennan Kalla Tomm þá mun ég líklega beita hann líkamlegu ofbeldi, allavega tjarga hann og fiðra. Þeir sem spila þennan óþolandi leik ættu að líta í eigin barm, (ég hugsa mér konu... með góðan barm :) og fatta það að þetta er leikur sem ég lék mér að í LEIKSKÓLANUM. Mér sýnst gáfnafarið vera á sama leveli og þeir sem hringja reglulega inn á útvarp Sögu... sem sagt lágt en nokkuð stöðugt.
Ég í skjóli nafnleyndar og málfrelsis tek að mér þá skyldu að hrauna yfir þetta helvítis Kalla Tomm pakk. Og ég segi PAKK. Þetta helvítis PAKK er að skemma annars ágætt moggablogg. Það vellur uppúr bloggurum landsins mest megnis rusl, en þetta gerir það að verkum að meira að segja tillaga Tjöru-Fiður-Drósarinnar Kolbrúnar Halldórsdóttur um að gera lítil börn kynlaus á fæðingadeild actually hljómar skynsamlega. Þegar þannig bull er farið að hljómar eins og einhver sannleikur að himnum ofan, þá er verulega farið að slá úti fyrir Kalla Tomm PAKKINU.
Þjóðarsmásálin er æði......ef hún væri tjörguð og fiðruð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2007 | 23:56
Hafa þingmenn ekkert betra að gera
Ég hef ekki haft mikið á Kolbrúnu sem þingmanni, hún er betri leikstjóri en þingmaður allavega, en þetta síðast rugl hennar gerði það að verkum að mig sárnar að það skuli ekki vera siður að hella yfir fólk tjöru og fiðra þá svo niðri á Austurvelli. Nú eða almennar hýðingar á Lækjartorgi.
Mér er spurn á hvaða lyfjum Vinstri kommarnir eru á þessa dagana. Internetlögga til að stoppa barnaperra. Dauðadæmt að reyna það svona. Það væri nær að birta nöfn og myndir af þeim sem eru sekir um þannig perraskap í öllum fjölmiðlum sem til eru hér á landi og hafa gagnagrunn um þá á netinu. Ekki bara perrana heldur alla hina sem dæmdir eru og hafa verið.
Banna að flokka ungbörn...Mig grunar að það sé farið að slá saman hjá henni Kolbrúnu og karakterar eins og Boy George og Ziggy Stardust (David Bowie), kynlausar verur, sem jaðra á barmi samkynhneigðar og geimveru-isma, séu það sem Kolbrún vill.
Þetta var kosið á þing. Ég örvænti fyrir hönd þjóðarinnar. Tjara og fiður er það eina sem þetta fólk skilur.
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 01:14
The Muslim Empire Strikes Again
Osama bin Laden... eina ferðina enn. Hann hefur verið duglegur að setja fram skilaboð nokkuð reglulega eftir veikindin sem hann átti við frá 2004-2006. Núna kemur hann pimpaður upp með litað skegg og litað hár, að hætti Arabískra stríðsmanna. Svona til að það sjáist ekki að þeir eru orðinir gamlir. Það er samt skrítið með Osama, hann kom hingað ef mig misminnir ekki sem unglingur, og þá spilaði hann fótbolta á götum Jeddah í Sádí Arabíu, horfði á Bonanza og þættina Fury, sem fjölluðu um strák og svarta stóðhestinn hans.
Hann gekk í vestrænum fötum fyrri hluta unglingsára sinna þangað til hann fór að gera það bara í skólanum. Utan skólans fór hann að klæða sig eins og sannur múslimi á þessu svæði, og fór að verða radikal. Hann þótti ágætur í fótbolta og smurði samlokur handa ollum sem spiluði í hvert einasta sinn. Árið 1976 fór hann í háskólann í Jeddah til að læra hagfræði en var meira hallur undir stúdentapólitík sem þar snérist um menn eins og Sayyd Qutb og skrif hans. Hér á vesturlöndum urðu menn bara kommar.
Það er reyndar lengri saga.. Hann hitti Ayman al-Zawahiri og þeir áttu sameiginlegt áhugamál. Safna styrkjum frá stofnunum og ríkisstjórnum sem og einstaklingum til að senda til Afghanistan til að kaupa vopn handa Mujarhedeen skæruliðum í stríðinu á móti Rússum. Þar átti hann hauk í horni sem hét Ronald Reagan... :)
Ný skilaboð frá Osama bin Laden væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2007 | 13:04
Afghanistan er flókið mál
Þessi frétt er nokkuð fyrirsjánleg. Það er alveg augljóst að ef Pakistan fer í hundana þá eru Bandaríkjamenn í vanda þegar kemur stöðu þeirra á svæðinu. Vandamál Pakistan í dag verða líklega ekki leyst nema með hjálp og vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Einfaldlega vegna þess að þeirra hagsmunir eru of miklir til að missa velvild Pakistans.
Jón Magnússon þingmaður segir á sinni bloggsíðu að "Af hverju eru Bandaríkjamenn og NATO með herlið í Afghanistan? Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná með því að hafa her í Afghanistan. Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem hafa ekki getað komið á laggirnar her- og lögregluliði heimamanna til að halda uppi lögum og alsherjarreglu í landinu. Hætt er við að erlenda herliðið verði stöðugt óvinnsælla og muni á endanum hrökklast brott sér í lagi hafi stjórnendur ekki skýra mynd af því hvenær eðlilegt sé að kalla erlenda herliðið frá landinu. "
Skoðum þetta aðeins nánar. Af hverju eru USA og NATO með her í Afghanistan. Svarið er ekki flókið. Bin Laden ræðst á NYC, sem er ekki bara árás á Bandaríkin, heldur á hinn vestræna heim. Öryggisráð UN sendir her inn undir stjórn NATO sem aftur felur USA stjórn því ekkert annað ríki getur tekið að sér svona verkefni og stýrt þvi vel. Það er bara staðreynd. USA hefur samskiptamöguleikana, mannafla og tækjabúnað. Þetta er NATO dæmi, undir stjórn USA.
Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná.... Það var lagt up með að uppræta Al Qaeda og þá ríkisstjórn sem þá studdu, sem voru Talíbanar. Því markmiði var náð. Það er mikið fjölþjóðalið í Afghanistan, ekki bara Bandaríkjamenn.
Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem.....SVarið við þessu er flóknara, en í stuttu máli þetta; Það er engin stjórn í landnu. Kabúl er nokkuð vel á valdi fjölþjóðaliðsins, en úthverfin og all fyrir utan þau eru einskismannsland. Í Afghanistan er enginni infrastrúktúr, lítið vatn, rafmang, heilbrigðisþjónusta og svo framvegis. NATO er það til að reyna það sem hefur verið kallað Nation Building eða Nation Re-Building, sem eru sá prósess sem fer í gang eftir stríðsátök, þar sem þjóðin er byggð upp á nýtt með því að gera vegi, skaffa vatn, rafmagn og svo framvegis. Það sem er hinsvegar að gerast í Afghanistan er nýtt hugtak sem kallast Nation Making. Þar hefur aldrei verið friður og ekki heldur virk stjórn. Það er engin þjóð þar. Það verður að byggja Afghanistan frá grunni. Það bendir allt til þess að það verði erlendur her þar næstu áratugina.
Herlið verður óvinnsælt... What can you about it.? Ekkert, það er bara alger nauðsin að herliðið sé þar, því ef það fer verður þetta mun verra en það í raun er í dag, og það er slæmt í dag. Heroin framleiðsla hefur aldrei verið meiri, Talibanar komnir með 15.000 manna herlið og aðrir stríðsherrar að berjast innbyrðis og við Talibana.
Bandaríkjaher óttast að leita þurfi nýrra leiða til birgðaflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 12:06
Bónus fagnar
Það er gaman að sjá að PR maskínan hjá Bónus er á yfirvinnukaupi þessa dagana. Ekki veitir af þegar verið er að ráðast á saklausa bissnissmenn. Eins og flestir vita þá er bara talað um Bónus, en ekki Hagkaup sem er dýr verslun og 10-11 sem er ekki dýr, heldur fokdýr verslun. Þetta eru allt sömu eigendur sem reka þetta. Þeir kaupa inn sjálfir gegnum Haga, og stýra verði á öðrum vörum en þeim sem þeir flytja inn sjálfir í skjóli stærðar og fákeppni.
Það sem er samt hlægilegast við þess umræðu er þegar verið er að bera saman verð hér og erlendis. Þá eru "lágvöruverslanir" hér á landi bornar saman við búðir eins og Hagkaup og 10-11 úti. Búðir sem er dýrar þar. Verðmunurinn hér og í Bretlandi þar sem ég bjó er gríðarlegur. Eg verslaði alltaf í Sommerfield, Tesco og Morrissons. Þær eru ekki lágvöruverslanir eins og Aldi, Netto og jafnvel ASDA.
Við berum Bónus saman við Sommerfield sem er eins og að bera saman Epli og farsíma. Það bara virkar ekki. Samt er verðmunirinn miðað við mína útreikninga sirka 100% dýrara hér. Ef borið er saman við verslanir eins og Aldi og Netto þá er prósentan komin í 200% allavega. Svo maður minnst nú ekki á gæðin. Grænmeti og ávextir eru ekki þriðja flokks dýrfóður eins og okkur er boðið uppá hér heima.
En þar sem "við" Íslendingar styðjum okkar menn sem halda verðinu niðri í skjóli gríðarlegrar samkeppni hér innanlands samkvæmt PR maskínu Bónuss þá erum við í góðum málum er það ekki?
Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 11:42
Fjölmiðlamenn að tala um sjálfa sig.
Hvernig stendur á því að frétt um Tinna bók endar á frétt um Dr Gunna. Dr Gunni er örugglega fjölhæfur og góður maður, en hvers vegna verið að tengja hann við Tinnabækur. Ég bíð líka spenntur eftir Tinna í Sovét. Ég er reyndar enn spenntari að vita hvers vegna Tinni í Kongó fæst ekki hér á landi. Hún er ekki til á íslensku né ensku. Samt má gefa út 10 litla negrastráka eins og ekkert sé.
Aftur að Dr Gunna, eða réttara sagt að blaðamanni sem segir svo skemmtilega.. "Einn þeirra sem bíður spenntur eftir útgáfu Tinna í Sovétríkjunum er lagahöfundurinn og tónlistarspekingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni." Núna er það okkur lesendum mikið keppikefli að vita hver bíður spenntur eftir Tinna.
Önnur frétt var hér um daginn um Breezer drykki og þar var sagt að Ásgeir Kolbeinsson væri áhugamaður um þá eða eitthvað í þá áttina. Hvers vegna er verið að taka fram í einhverjum smáfréttum hvað einhverjir semi þekktum aðilum finnst. Og hver í andskotanum er þessi Ásgeir Kolbeins, og og og og....og Dr Gunni.
Næst kemur frétt sem verður á þessa leið.
Strætó númer 5 fer að ganga frá Kringlunni niður í miðbæ, og einn af þeim sem finnst mikið til um það koma er Viggo blaðasnápur á Mogganum. "Ég er þokkalega sáttur við strætómálin í dag, nota ekki strætó sjálfur en þetta er samt massa cool maður".´
.
Týndi hlekkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 16:02
Misnotkun fjölmiðla
Verðsamráð verslana hér á landi hefur verið mikið í umræðunni undafarnar vikur. Ég hef mínar grunsemdir að það sé nú eitthvað til í þessum ásökunum, enda fyrirækin sem um ræðir ekki þekkt fyrir að gera mikið fyrir sína viðskiptavini annað en að taka þá í óæðri endann og heimta svo að maður borgi 15 kr fyrir poka.
Hinsvegar er annað mál sem þessu tengist og það eru fjölmiðlar og eignarhald á þeim. Hvers vegna skiptir það máli? Svarið er einfalt. Þegar Rúv hóf umræðu á þessu máli létu Baugsmiðlar (Stöð 2, Bylgjan, Visír.is, Fréttablaðið og auðvitað skadal skúbb blaðið DV) ekkert frá sér um þetta mál. Það var sem sagt ÞÖGN. Það var ekki fyrr en Rúv, bloggarar og almenningur var farinn að tala það mikið um málið að þeir gátu ekki þagað lengur. Umræðan var bæði lítil og léleg. Það sem helst var gert var að skammast í Rúv vegna þess að þeir sem sökuðu verslanir um samráð komu ekki fram undir nafni. Það er grundvallar réttur blaðamanna að vernda sína heimildamenn.
Sú staðreynd að Baugur hafi látið tala málið niður og sú staðreynd að þeir eiga flesta fjölmiðlana hér á landi kemur ekki á óvart, enda er það alveg í anda fákeppni og einokunar að reyna stýra umræðunni sér í hag. Þá gildir einu hversu blaðamenn og ritstjórar þykjast vera hlutlausir, eins og þeir segjast flestir vera. Meira segja sjáfsskipaður fjölmiðlagagnrýnandi Ólafur Teitur Guðnason gagnrýnir Rúv fyrir það að menn komu ekki fram undir nafni.
Það er ráðist á eina fjölmiðilinn sem er ekki í eigu Baugs í stað þess að skoða hvort eitthvað sé til í fréttinni. Eyjan og með Silfur Egils í fararbroddi tók á málinu af smá festu. En það var bara lítið og yfirborðskennt, en samt var bakarinn ekki hengdur fyrir smiðinn á þeim bænum.
Það sem þó toppaði, eða réttarasagt botnaði umræðuna og expósaði einn miðil fyrir það hvað hann er var útvarp Saga. Þar ræður Arnþrúður Karsdóttir ríkjum. Með henni eru miðlar og spámenn eins og Hermundur Rósinkranz og Sigríður Klingenberg og fleiri sem hafa það að atvinnu að fara illa með fólk sem er trúgjarnt eða veikt fyrir en það er önnur saga.... Stöð litla mannsins, þar sem fólkið í landinu (aðallega öryrkjar og fólk sem ætti ekki að tjá sig á almannafæri) tjáir sig í beinni útsendingu.
Nú bregður svo við að í stað þess að hella sér yfir verslanirnar og samsteypurnar sem allt eiga hér á landi, þá fer hún í rosalega vörn. Tími eftir tíma sem voru endurteknir margoft, símatímar þar sem hún helt uppi hetjulegum vörnum..... Fyrir annan aðilann. Bónus. Svo gróft var það að þegar það fór heill þáttur þar sem hún og einhver kellingarálka töluðu um það hvað Bónus væri dásamlegt fyrirbæri.
Svona voru samtölin milli þeirra....Arnþrúður segir "þetta er alveg ótrúlegt með Krónuna, þar fær maður kálhaus á 250 krónur stykkið. það er bara gjafaverð", (innskot mitt. NEI það er ekki gjafaverð) og svarar þá hin herfan svona. "Það er sko ekkert Arnþrúður mín, ég fer frekar í Bónus og kaupi mér heilt kíló af frosnu grænmeti á 190 krónur". "Váá, það er sko kjarakaup á frosnu grænmeti í Bónus, þeir eru bara mikið ódyrari, þar er sko gott að versla". Það svarar hin aftur... "Já segðu... Gvöööð, veistu hvað!!! Í Krónunni færðu kók á 150 krónur, en ég fer frekar í Bónus og kaupi mér Pepsí á 69 krónur". Svona hélt þetta áfram, og ég dauðskammaðist mín við að það hlusta þetta var svo augljóst.
Ekki bætti það úr skák að þær töluðu um þegar Ólafur framkvæmdastjóri Bónuss hafði sagt þeim í viðtali daginn áður að þessar ásakanir væru ekki réttar og svo nún á eftir þá kemur forstjóri Haga, sem kaupa inn fyrir Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri, í heimsókn. Ekki var Krónunni og Kaupás fyrir að fara þarna, heldur bara Bónus. Og stöð litla mannsins var orðinn öflugasti talsmaður auðvaldsins sem ég hef séð. Þetta minnti mig á áróðursþættina sem þeir á FOX network kalla dagskrá hjá sér. Fox er áróðurs maskína Repúblikana flokksins í USA fyrir þá sem ekki vita.
Framkvæmdastjóri Haga kom í heimsókn og ég hlustaði á það og það var annað svona sem maður myndi kalla egósentrískt rúnk og svo var fullnægingin þannig að sprautað var yfir ríkisstjórnina, Rúv og nafnleysingjanna sem "ljúga til að koma óhróðri" á heiðarlega viðskiptamenn. Þessi maður sagðiu meðal annars; "Það sem Bónus hefur gert er að þegar bið opnuðum á sínum tíma eyddi þjóðin 23% af tekjum í matarkaup, í dag aðeins 13%". Þetta er svo sem ok, en það var ekki tekið fram að húsnæði og bílar hafa svo margfalt tekið framúr öllu og afborganir af slíku hækkað svo mikið það það jaðrar við ofurvexti og ónýtan gjaldmiðil (huhh? þetta hljómar undarlega).
Í nýlegri skýrslu KB banka segir að álagning Haga, og Bónuss og annarra búða HAFI ALDREI VERIÐ HÆRRI.
Ég var að hugsa um að hringja á útvar Sögu og skamma Anrþrúði, reka hana á gat og láta hana í ljósi frelsis og opinnar umræðu skella á mig vegna þess að hún gæti ekki staðið undir mínum skotum lengi, en til þess þá þarf ég að lækka greindarvísitöluna ansi mikið. Ég er búinn að vera horfa á FOX network, lesa Biblíuna, bæði nýju og gömlu þýðinguna, spá í Tarot, hlusta á Jeb og W Bush, en ekkert gengur. Greindarvísitalan lækkar ekki nógu mikið.
Blaðamenn Íslands Skammist ykkar.
The Loopman has spoken
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 17:13
Lesaðstaða stúdenta er ömuleg
Þegar ég var í Háskóla Íslands var aðstæðan léleg. Bókhlaðan aldrei opin og hún reyndar of lítil þegar hún var tekin í notkun, bæði hvað varðar pláss fyrir bækur og sérstaklega léleg hvað varðar pláss fyrir stúdenta. Það hefur víst lítið breyst.
Eftir að hafa lært í góðum skóla í Englandi þá fór ég að vorkenna stúdentum hér. Plássleysið algert og tölvukostur skelfilegur. Það er ekki sjálfsagt að allir séu með laptop, eða vinnuaðstöðu heima í hjá sér. Í Englandi voru alltaf opin tölvuver allan sólar hringinn, ekki öll, en alltaf nokkur fyrir þá sem þurftu. Eins var bókasafnið opið líka, en með lítilli þjónustu. Fólk gat þá lesið eins og það þurfti og plássið nóg.
Hér búum við við lélegasta bókakost sem sést hefur á háskólasafni EVER.
Að koma Háskólanum á topp 100 listann er ekki draumur heldur fíflagangur. Topp 500 listinn er varla raunhæft markið heldur.
Krefjast þess að Þjóðarbókhlaðan verði opin lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 10:42
Bit Torrent og svik á internetþjónustu
Netsamband hér á landi er ekki gott. Hraðinn er lítill og verðið hátt. Það er alveg sama hvað markaðsdeildir Símans og Vodafone segja, þetta er dýrt, lítið og lélegt. Það sem verra er að maður er ekki að fá þá þjónustu sem maður telur sig vera borga fyrir. Ég er með 8mbit tengingu frá Vodafone og ég get varla downloadað af Bit Torrent frá útlöndum lengur. Ég þakka fyrir ef ég næ 40kb hraða í stað 900 kb sem ég get náð hér innanlands á sömu tengingu. Oftast er ég þó að slefa uppí 4 kb á sek, sem er það lítið að ég er fljótari fá hlutina senda frá vinum erlendis gegnum póstinn á geisladisk, heldur en að downloada.
Mér var sagt af starfmönnum Vodafone að það væri sett svokallaður lás að Bit Torrent frá útlöndum, en í dag er því neitað að það hafi verið. Á sínum tíma var það vegna þess að sæstrengurinn FarIce hafi bilað. Ég talaði við FarIce og þeir sögðu að bilunin hafi ekki hafi ekki haft nein áhrif á flutningsgetu til og frá landinu, en samt var sett stopp á þetta á vegum Vodafone. Mér skilst að Síminn sé skárri.
Ef ég er að borga fyrir ákveðinn hraða og ótakmarkað download þá á ég að fá það. Ekki loðin og misvísandi svör og útúrsnúninga. Annars er verið að selja þónustu sem ekki er í boði og það eru einföld vöruskvik. og by the way... þeir hækkuðu netið hjá mér án þess að láta mig vita. Bastards.
Dýrt en mjótt breiðband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
6.11.2007 | 20:09
Nú er illa komið fyrir Elvis
Það er ekki gaman að heyra svona frétt, hvað þá að lesa hana :)
Garth er ok tónlistarmaður en hann er ekki í sömu deild og Elvis hvað gæði varðar. En bible-bashing rednecks kaupa þetta víst, og hvað getur maður gert. Elvis spilaðu stundum kántrí og gospel, sem hann gerði reyndar listavel. En kommon Garth Brooks af öllum. Ekki gott mál.
Garth Brooks orðinn söluhærri en Elvis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)