Öll vitleysan er eins

Nú er ég farinn að blogga um eign ágæti. Smá hroki gerir engum mein segi ég bara. Þegar bloggheimar loga af trúarlegum ófriði og kverúlantarnir og "já hjörðin" keppist um að rúnka hvert öðru á lyklaborðinu (svona hóprúnk smásála er alveg rosalega skemmtilegt, þetta er eins og að hlusta á símatíma hjá Arnþrúði Karls, eða horfa á Jerry Springer) verð ég að hætta að efast um eigið ágæti.

Mér tókst á innan við viku að segja mínar skoðanir á nokkrum bloggurum, sjá tveim færslum neðar. Einn ignoraði mig alveg, enda er hann í fullri vinnu við að endur blogga fréttir af mbl.is og bætir engu við. Hann er þó með flotta höku hann Stefán.

Jenny eitthvað komentaði tveim færslum fyrir neðan með hjarðarkommenti, sem særði mig mikið, en er þó viðurkenning á því að hún er rígbundin yfir mínu bloggi án þess að viðurkenna það. Lifi smásálin.

Svo var það Jóna something sem ritaði um mig heila færslu og uppskar rúm 60 komment frá hjörðinni þar sem mér var að hluta til úthúðað, hinir bara sögðu já, eins og þeim einum er lagið.  Svo kemur sprengjan.... AFSÖKUNARBEIÐNI.

Ég skoðaði þetta bara nú í morgun og sé að Jónan hefur beðið bloggvin minn Friðrik Þór afsökunar eins og hér segir: "Með ógætilegu orðalagði í færslunni hér á undan mátti skilja það sem svo að Friðrik Þór hefði haft látið frá sér þau orð sem þar koma fram. Það var auðvitað ekki svo, heldur var það vinur minn Loopman sem tjáði sig opinskátt um sínar skoðanir og tilfinningar í garð nokkurra bloggara. "

Það var gott hjá henni, ógætileg blogg eru ekki góður pappír. Friðrik hefur farið hamförum á sínu bloggi, sem er stórskemmtilegt að lesa. Þó svo ég nenni ekki að lesa allt vel mjög vel.

Svo kemur yfirklórið "Reyndar langar mig líka að biðja Loopman afsökunar ef ég hef gefið í skyn að þetta komment hans hafi farið fyrir brjóstið á mér. Þvert á móti hefur það kætt mig mikið og ég hef fengið nokkur símtöl frá vinum sem hafa vitnað í einstaka setningar úr þessu kommenti  og hlegið yfir skemmtilegu orðalagi hans og athugasemdum."

Í lok þessa bloggs síns segir Jónan að hún sé þunn. Líklega er þetta ekki rétt sem hún segir, heldur svona tilfinning sem maður fær eftir óvenju krafmikla drykku, þegar maður vaknar og segir "ég er hættur að drekka". Hún neitar því að hún hafi verið hörundssár. Mín ætlun var ekki að særa, en stundum er sannleikurinn erfiður, því er ekki að neita. Mig grunar að hún hafi ekki bara verið hörundssár fyrst, heldur fengið ofsakast og grey bretinn sem skuldar mér english breakfast miðað við bloggið hennar Jónu, legið skíthræddur við konuna sína undir rúmi. Ég hef sjáflur búið í landi bretans og geri dúndur english breakfast sjálfur. Ég reyndar smíða líka skútur og skerpi skauta, en það er annað mál. Ég geri líka gott sushi, og kann að spila lúdó.

Reiðkastið varð til þess að hún skrifaði sérstaka færslu mér til heiðurs og núna þegar fylleríið sem hún notaði til að gleyma reiðinni er búið og þynnkan tekin við, þá kemur eftirsjáin. Hún segir þetta hafa verið skemmtilegt. Það fannst mér líka. Þetta er það sem alkar kalla "a moment of clarity", þegar maður sér hlutina eins og þeir eru. Jóna fær þess vegna hrós frá mér fyrir að vera ekki með pirring heldur að hafa gaman af þessu, þó svo það hafi kostað hana eina flösku af bresku Gini og tveggja daga þinnku.

Það sem skyggir á þess afsökunarbeiðni er síðasti kaflinn þar sem Jóna fer að réttlæta blogg yfir höfuð. En ég horfi í gegnum þynnkuna og eftirsjá hennar og flokka þetta undir "a moment of weakness" af hennar hálfu.

ps.. ég kem til með að taka hana á orðinu og fara til hennar í English Breakfast ef hún þorir að standa við stóru orðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað að "wannabe rithöfundur" eins og Jóna leyfi sér að birta langan texta annars höfundar án þess að geta umruna.

Stone (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Loopman

Það er magnað.. Það er kallað plagierism þar sem ég lærði, en á íslandi er það kallað mistök en ekki ritstuldur. Hannes Hólmsteinn stundaði þetta og Vihjálmur H Vilhjálmsson, fékk bara lánaða heila ritgerð sem hann eignaði sér "fyrir mistök" og er í einn eftirsóttasti lögfæðingur landsins.

Af hverju gerði ég þetta ekki, þá væri ég sko hot stuff. Það borgar sig að stela.. frá öðrum þá kemst maður inn í sjálfstæðisflokkinn og frímúrararegluna. :)

Loopman, 19.5.2008 kl. 13:26

3 identicon

Það er sennilega ókosturinn við ritstuld, þá lendir maður inni í sjálfstæðisflokknum og frímúrarareglunni.

Karma (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Loopman

Eða það já.....

Loopman, 19.5.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mig hefur alltaf langað að vera Frímúrari.

Loopman minn. Þakka þér innilega fyrir þessa færslu.

Amma mín, sem reyndar er komin undir græna torfu, bannaði mér alltaf að bjóða ókunnugu fólki heim til mín í English Breakfast. Ég játa því að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að bjóða þér. andlits- og nafnlausum inn á mitt heimili. Aldrei að vita nema að ég endurskoði það eitthvað þegar þú sýnir þitt rétta andlit.

Krúttkveðja.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Loopman

Mikið hefur amma þin verið sniðug. Af hverju var hún að banna þér að bjóða ókunnugum karlmönnum í english breakfast. Máttu bjóða þeim í vöfflur? Eða ítalskan brunch frekar?

Þegar ég sýni mitt rétta andlit, til að öðrum líði betur. Nei. Sáttur við sjálfan mig eins og ég er.

Loopman, 19.5.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: kiza

Mér finnst alltaf jafn fyndin þessi umræða um 'nafnlausa' bloggara.  Það er eins og að ef maður kemur ekki fram undir fullu nafni og nýlegri mynd þá sé maður ekki til! 

Ég blogga undir notendanafninu kiza þar sem ég nota það á flestöllum öðrum stöðum sem ég skoða á netinu, og er stundum kölluð það hvorteðer af vinum mínum.  Ég hef verið skömmuð fyrir að vera 'nafnlaus' hér á moggablogginu, en svara því um hæl með því að bjóða einstaklingnum upp á fullt nafn og mynd.  Ef einhver spyr, þá skal ég svara heiðarlega. Skil bara ekki hvers vegna ég þarf að blasta mínu (ansi langa) nafni eftir hverja færslu.

Plús, alltaf ef ég sé nafnið mitt í fullu lagi (eða bara fyrstu tvö nöfnin), þá finnst mér eins og það sé að fara að skamma mig eitthvað! (svona einsog í gamla daga þegar maður gat alltaf séð hvursu miklum vandræðum maður var í eftir hversu mörg nöfn voru kölluð út...) 

kiza, 23.5.2008 kl. 10:28

8 Smámynd: Loopman

Ég lít á þennan tendens fólks til að vilja vita hver skrifar hvað, sem einskonar control frík heilkenni. Það er textinn sem skiptir máli, ekki hver skrifar hann. Ég þarf ekki að vera heiðarlegur ef mig langar ekki til þess eða af því að einhver moggabloggari heimtar það. Það kemur þeim ekki við. En ef þú spyrð mig hver ég er, þá er alveg séns að ég segji það.

Málið er bara að það spyr enginn :)

Loopman, 23.5.2008 kl. 10:47

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver ertu Loopman?  Ég vil vita það.  NÚNA

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 23:32

10 Smámynd: Loopman

Ég er hér, ég hef allaf verið hér...

Loopman, 30.5.2008 kl. 00:35

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

var að senda þér afsökunabeiðni um forkjaftin á sjálfum mér á síðunni minni og vona að þú takir hana gilda. Þú ert svo sannarlega með rétt fyrir þér hver sem þú ert...Nöfn og myndir skipta mig engu máli. Orðin standa fyrir sýnu. það eru líklegast margir sem eiga inn hjá mér afsökunarbeiðni síðasta eina og hálfa árið. Landlæknir líklegast mest af öllum..hann er því miður búin að fá mörg óverrabréf frá mér..og var ég tekin rækilega í karðhúsið í dag af manni sem er búin að þekkja mig síðstu 20 ár...

Óskar Arnórsson, 30.5.2008 kl. 01:02

12 Smámynd: Loopman

Halló Guðrún.

Þetta er DALEK. Ég mæli méð því að þú kynnir þér þá.  Google er góð byrjun :)

Loopman, 1.6.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband