Útvarp saga og presturinn

Ég rambaði inná þetta blogg áðan,  Endilega lesið þetta stutta blogg og kommentin. Hér er verið að kalla málið gegn prestinum á Selfossi sem er sakaður um, og búið að kæra fyrir kynferðisbrot gegn unglings stúlkum.... Á útvarpi sögu var fjallað um þetta mál og hér er mitt komment á það og bloggið sem ég vísa í hér að ofan.

...og ég ákvað að hlusta á þetta. Þvílíkt og annað eins rugl hef ég ekki heyrt í langan tíma.  Arnþrúður gerði sig seka enn einusinni um ekki bara heimskulegan málfutning heldur líka að draga á borð mál sem koma henni ekki við. Henni tókst að skamma og gera lítið úr sýslumönnum, lögreglu, barnaverndayfirvöldum, kirkjuhús, þjóðkirkjuna, barnastofu (sem hún heldur að sé það sama og baranverndarnefnd), karlmönnum, og þessum stelpum sem hafa lagt fram kæru.

Hún kallaði þetta annað Byrgismál. Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki annað slíkt. Annar eins viðbjóður hefur ekki sést lengi. Kynlíf, guð, skattsvik, peningaþjófnaður og misnotkun á veiku fólki. Er ekki í lagi með fólk. Hafiði séð videoið með Iron Master? Kannski fynnst bara öllum nema mér það allt í lagi að láta 16 ára stelpur setja rafskaut á punginn og rassinn á sér.

Arnþrúður toppaði sjálfa sig og þá sína stöð í leiðinni með því að vera taka sér skoðun á máli sem hún hefur ekki þekkingu á né hefur neinar staðreyndir um. Hún lagðist svo lágt að segja að þetta væri samsæri kirkjuhúss og þjóðkirkjunnar um að koma að nýjum "vel liðnum" presti að á Selfossi. Er ekki í lagi með hana. Hún er að saka þjóðkirkjuna um að plotta um að koma að ákærum um kynferðisbrot gegn sínum eigin presti til að koma nýjum að.???? Kommon finnst ykkur þetta vera málfutningur sem er í lagi????

Þetta er ábyrgðarleysi af VERSTU SORT. Það er í raun skandall að einginn hafi farið í mál við hana útaf þesskonar málflutningi. Að vera draga persónuleg mál AFTUR og AFTUR í beina útsendingu þar sem hún ræðir þau við fólk sem ætti helst aldrei að tala í útvarp er forkastanlegt.

Þetta brýtur flest allar reglur blaðamannafélagsins, lög um friðhelgi einkalífs, og allar almennar siðareglur samfélagsins. Ég hélt að ég væri grófur bloggari, en ég kemst ekki með tærnar þar sem Arnþrúður hefur hælinn.  Þvílíkt skítkast hef ég ekki heyrt á háa herrans tíð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er svar til þín á blogginu hennar Höllu Rut vegna kommentinu þínu. Lestu það og endilega sýndu mér hvað þú getur verið grófur í kjaftinum  Hr. Strútur!

Óskar Arnórsson, 7.5.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Loopman

Ég nenni ekki einhvern typpa meting við þig.. þú mátt bara vinna fyrir mér, ef þú ert í einhverri keppni.

Loopman, 8.5.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: halkatla

ef ég mætti ráða þá væruð þið vinir Óskar og Loopman. En annars ætlaði ég nú bara að kommenta á þessa færslu, ég er svo sammála þér um allt, heyrði að vísu ekki dæmið en bara þetta fyrsta sem þú nefnir, að kalla þetta annað Byrgismál, það er fáránlegt, og í rauninni á fólk sem vill sjá réttlætið ná fram að ganga á Selfossi að spara yfirlýsingarnar aðeins! þ.e.a.s þeir sem sjá sér það fært.

halkatla, 8.5.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Loopman

Þakka þér fyrir Anna. Ég er ekki óvinur neins, ég þekki ekki Óskar af neinu nema svívirðingunum sem hann jós yfir mig á blogginu hennar Höllu Rutar. Svoleiðs dæmir sig sjálft. Óskar er eflaust ágætis maður þó svo hann hafi hótað að grafa mig lifandi :) og segist berjast fyrir forvörnum hvað ofbeldi varðar, en hótar mér svo barsmíðum og að myrða mig. Ágætis náungi eflaust sem þarf að hugsa áður en hann skrifar. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni og skjótum bata við hans krankleika.

Það er líka rétt hjá þér að dæma þennan organista er ansi langt gengið af Höllu og félögum. Það er alltaf hættulegt þegar saumaklúbbarnir sameinast að dæma mann útfra frétt og "sögusögnum". Ef hann er eins og þær segja, þá verður hann líklega dæmdur síðar af yfirvöldum. Það er alveg rosalega hættulegt að pólitíkus eins og Halla sé með svona sleggjudóma.

Bestu kveðjur

Loopman

Loopman, 8.5.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband