Bit Torrent og svik á internetþjónustu

Netsamband hér á landi er ekki gott. Hraðinn er lítill og verðið hátt. Það er alveg sama hvað markaðsdeildir Símans og Vodafone segja, þetta er dýrt, lítið og lélegt. Það sem verra er að maður er ekki að fá þá þjónustu sem maður telur sig vera borga fyrir. Ég er með 8mbit tengingu frá Vodafone og ég get varla downloadað af Bit Torrent frá útlöndum lengur. Ég þakka fyrir ef ég næ 40kb hraða í stað 900 kb sem ég get náð hér innanlands á sömu tengingu. Oftast er ég þó að slefa uppí 4 kb á sek, sem er það lítið að ég er fljótari fá hlutina senda frá vinum erlendis gegnum póstinn á geisladisk, heldur en að downloada.

Mér var sagt af starfmönnum Vodafone að það væri sett svokallaður lás að Bit Torrent frá útlöndum, en í dag er því neitað að það hafi verið. Á sínum tíma var það vegna þess að sæstrengurinn FarIce hafi bilað. Ég talaði við FarIce og þeir sögðu að bilunin hafi ekki hafi ekki haft nein áhrif á flutningsgetu til og frá landinu, en samt var sett stopp á þetta á vegum Vodafone. Mér skilst að Síminn sé skárri.

 Ef ég er að borga fyrir ákveðinn hraða og ótakmarkað download þá á ég að fá það. Ekki loðin og misvísandi svör og útúrsnúninga. Annars er verið að selja þónustu sem ekki er í boði og það eru einföld vöruskvik. og by the way... þeir hækkuðu netið hjá mér án þess að láta mig vita. Bastards.


mbl.is Dýrt en mjótt breiðband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ýkt óheppinn

 Þú verður bara að flytja á stað þar sem þú getur fengið ljósleiðaratengingu. Ljósleiðarinn sem Gagnaveita Reykjavíkur er að leggja er margfalt öflugri en koparinn.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.11.2007 kl. 11:17

2 identicon

Eg er að fá mér ljósleiðara, en það er ekkert tryggt að maður fá betri tengingu til útlanda gegnum torrentið. Vodafone sem selur þjónustuna segir að hraðinn ætti að aukast eitthvað, en ef þeir eru með cap eða tappa á torrenti erlendis frá, þá veit ég ekki hvort nokkuð breytist.

Loopman (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:39

3 identicon

Ég er einnig hjá Vodafone og er í sömu stöðu, fæ lítinn sem engan download hraða á erlendum torrent síðum...

Jon Hrafn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Loopman

Sælir strákar.. Takk fyrir kommentin.

Ég veit ekki hvað skal segja, þetta er algert rugl með þessa tengingu. Sá sem ég talaði við síðast sagði að þetta væri bara garanteraður hraði á innanlandsmarkaði. Sem er ósanngjarnt og bull. En ég ég er að kaupa mín 8 mbit, þá á ég að fá það. Alveg sama hvaðan það er. Ég er alvarlega að hugsa um að kæra þetta til að fá úr þessu skorið. En mig vantar fleiri concret dæmi eins og pétur kom með.

Sorry pétur get ekki tekið mailið út, ég finn allavega ekki möguleika á að taka úr úr skilaboðum. Ef þú veist leið, sendu mér hana hér á chattið.

 Loopman

Loopman, 8.11.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Loopman

OK.. No problemo

Loopman, 8.11.2007 kl. 19:34

6 identicon



Ég sendi inn fyrirspurn til HIVE vegna þess að áhveðin protocol hafa verið mjög hæg hjá mér. Þeirra svör eru þess efnis að þeir forgangsraði HTTP númer eitt, og svo komi restin af öllum protocolum netsinns í lægri forgangi.

Ég vil benda á að það stendur ekkert um það í samningum hive við sína viðskiptavini að það séu hraðatakmarkanir á áhvenum protocolum á netinu.

 Hér koma bréfin sem fóru okkar á milli:

 Bréf #1 á hive@hive.is

Sæl(l),

Ég tók eftir því í gær að tengingin hjá mér virðist ekki getað flutt gögn hraðar en á 300 KiB/S frá news.giganews.com og news-europe.giganews.com gegnum NNTP protocolið, en fyrir helgi var hraðinn um og yfir 1200 KiB/S.

Öll traffík frá öðrum netþjónum virðist vera í lagi á HTTP, HTTPS, FTP.

Ég hef ekki fengið nein bréf þess efnis að verið sé að nota tenginguna óeðlilega mikið.

Að því að ég tel þá eru þetta mistök að ykkar hálfu og vildi ég gjarnan vinna með ykkur við að leysa málið.

Ég borga fyrir 12 Mbit tengingu. Aflkastageta hennar eru 3,9 TB miðað við fullnýttann gagnaflutningarhraða.

Hversu mörg % af aflkastagetu tengingunnar má ég nota við niðurhal per mánuð?

Samkvæmt reglugerð 3.5 & 3.6 þá er einungis hægt að takmarka tengihraða sé það sýnt að notkunin á línunni beinlínis trufli netnotkun hjá öðrum.

kveðja,

Pétur Myrkvi

----

3.5 Verði viðskiptavinur vís að misnotkun á búnaði og þjónustu Hive, t.d.

með endurteknu óhóflegu niðurhali, áskilur Hive sér rétt til að takmarka eða synja viðskiptavini um áframhaldandi þjónustu. Óhóflegt niðurhal telst það þegar niðurhal veldur truflunum á virkni kerfisins sem og truflunum á internettengingu annarra viðskiptavina.

3.6 Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum frá útlöndum áskilur Hive sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar ef niðurhal viðskiptavinar veldur truflunum á virkni kerfisins sem og truflunum á notkun annarra viðskiptavina.

-------------

 ... fékk ekkert svar svo 10 dögum seinna sendi ég aftur bréf og í þetta sinn beint á starfsmann hjá þeim.

Bréf 2# sent beint á netfang Starfsmanns hive

[Nafn starfsmanns]

Ég vildi ýtreka bréf þann 29.10 er varðaði hægagang á nettengingu minni gegnum NNTP protocolið.

Ég hef ekki enn fengnið nein svör.

Hver er staðan á þessu máli í dag?

Mbk,

Pétur Myrkvi

-------------

Sæll Pétur,

Það er engin vísvitandi hraðatakmörkun á NNTP protocol hjá okkur. Hinsvegar hefur erlend umferð aukist mjög á síðustu vikum og hefur það áhrif á hraða erlendis frá. Við forgangsröðum hinsvegar erlendri umferð, http er í háum forgangi og önnur umferð kemur þar á eftir, t.d. NNTP, torrent etc. Hinsvegar erum við á lokastigum þess að stækka utanlands gátt okkar töluvert til að koma upp á móti aukinni umferð.

Með kveðju / best regards,

[nafn starfsmanns]

Þjónustusvið

[starfsmaður]@iphive.is

Hive | Síðumúla 32 - 108 Reykjavík | Tel.: +354 445-1600 - Fax.: +354 445-1601 | hive.is

 ------

 Ég sendi þeim bréf til baka á [nafn starfsmanns]

Sæll [nafn starfsmanns]

Er protocolunum forgangsraðað niður á hraðatakmörk eftir álagi eða eftir tíma dags?

Mbk,

Pétur Myrkvi

--------------

Svarið sem ég fékk:

Nei í raun er http og netleikjaumferð alltaf í forgangi, og þá skiptir ekki máli hvaða tíma dags, önnur umferð er þá með þá bandvídd sem eftir er. Þessi tími dagsins sem þú ert að fá lægri hraða er einmitt helsti álagstíminn. Yfirleytt fær maður mjög góðan hraða fyrir niðurhal á nóttunni tildæmis, því þá er ekki mikil http umferð. En hraði á helstu álagstímum ætti að batna til muna um leið og stækkun útlandagáttar er lokið.

Með kveðju / best regards,

[Nafn starfsmanns]

Þjónustusvið

[nafn starfsmanns]@iphive.is

Hive | Síðumúla 32 - 108 Reykjavík | Tel.: +354 445-1600 - Fax.: +354 445-1601 | hive.is

------

 Samhv. því sem þeir segja þá fá þeir sem eru að nota HTTP "forgang" yfir þá sem vilja nota tenginguna sína í NNTP, FTP osfv.

Ég er viss um að fólk myndi ekki sætta sig við að einungis væri hægt að hringja í "áhveðin" símanúmer gegnum símkerfið á "álagstímum" ( t.d í hádeginu ). Hversvegna ætti þetta að vera öðruvísi með nettengingar?

 Hægt er að hafa samband við mig á netfangi: petur()unix!is

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:58

7 Smámynd: Kári Harðarson

3.5 Verði viðskiptavinur vís að misnotkun á búnaði og þjónustu Hive, t.d.

með endurteknu óhóflegu niðurhali, áskilur Hive sér rétt til að takmarka eða synja viðskiptavini um áframhaldandi þjónustu. Óhóflegt niðurhal telst það þegar niðurhal veldur truflunum á virkni kerfisins sem og truflunum á internettengingu annarra viðskiptavina.

3.6 Til þess að tryggja öryggi í gagnaflutningum frá útlöndum áskilur Hive sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar ef niðurhal viðskiptavinar veldur truflunum á virkni kerfisins sem og truflunum á notkun annarra viðskiptavina.

Þetta er góð málsgrein hjá þeim.  Hún gefur þeim leyfi til að gera hvað sem er.  Þeir geta sjálfir skilgreint hvað er misnotkun, og hvað veldur truflunum á kerfinu.  Þín lagalega staða er engin með þessa málsgrein í samningnum.

Þetta er "Small Print from Hell"

Kári Harðarson, 9.11.2007 kl. 13:26

8 identicon

Ég vil samt sem áður meina að þeir verði að sýna mér fram á að ég sé að valda truflun á virkni nets annara notanda ásamt því að mér sé send tilkynning þess efnis.

 Annars er þetta orð gegn orði.

 Og já, HIVE hækkuðu samningsgjalið og voru farnir að senda mér hærri reikninga án þess að tilkynna það annarstaðar en á www.hive.is sem ég les nú mjög sjaldan. Lágmark að senda mér tölvupóst og láta vita að þeir séu að hækka áskriftina.

 Varðandi þessa skilmála þá gilda þeir skilmálar sem ég skrifaði undir á sínum tíma, breyti þeir sínum samningum eftir það ber þeim að láta mig vita.

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:05

9 Smámynd: Neopúritaninn

Bandvídd sú er þeir selja þér og tiltaka sem 8Mb er einungis milli þín og símstöðvar.  Annars virðist sem nýtt sjónvarpstímabil þar vestra hafi komið þeim í opna skjöldu, og sé nú að valda þessari svartregðu.  Því er það ekkert óeðlilegt að það sé reynt að tryggja öllum notendum nothæfa þjónustu meðan unnið er að því að greiða úr þessari flækju.

Neopúritaninn, 9.11.2007 kl. 17:44

10 identicon

Ég sé í rauninni ekkert að því að takmarka bandbreidd fyrir torrent og fleira svipað, þetta er jú allt meira og minna ólögleg gögn sem er verið að sækja í gegnum þetta. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hve mikið af netumferð hér á Íslandi tengist ólöglegum gögnum, ég er nokkuð viss um að nethraði yrði töluvert meiri ef ólöglegt niðurhal væri ekki við líði. Niðurhal frá torrent o.s.frv. er jú mikið álag vegna þess að það er stöðugt ólíkt t.d. því að vafra á netinu.

Sverrir Daði Þórarinsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:47

11 identicon

Það er ekki á valdi internetþjónustunnar að koma í veg fyrir ólöglegt athæfi kúnna sinna.

Tónlist, kvikmyndir og annað eru EKKI ólögleg gögn.


Barnaklám má flokka sem ólögleg gögn, svo og myndir og myndbandsklippur sem sýna raunverulegt ofbeldi.

Ég vil aftur benta á, Ég er að kaupa INTERNET TENGINGU. Ekki aðgang að netinu gegnum HTTP. 

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 19:51

12 identicon

Vá. Ef einhverntímann ég sá afneitun og draumóra á sama stað...

Þessi hraði sem þið sjáið auglýsta hjá öllum netveitum er sú bandvídd sem þeir geta boðið ykkur milli aðgangstækis og símstöðvar(á að sjálfsögðu ekki við um ljósleiðara) miðað við góðar aðstæður. Þetta myndi vera þessi 8 Mb sem þið fáið. Um leið og pakkarnir sem þið eruð að senda er kominn í gegnum kerfi hjá þessari internetveitu, er hann farinn út á netþjóna sem ykkar internetveita hafa ENGA stjórn á. Ef þið mynduð t.d. vilja ná skjal frá Mcdonalds síðunni(eina síðan sem ég gat fengið gott traceroute í fljótheitum), þá þarf það að fara í gegnum 22 netþjóna. Þar af 3-4 sem netveitan ykkar stjórnar!

 Og eruð þið þá að bíða eftir internetveitu sem getur opnað botnlausa gátt beint á milli ykkar og þess netþjóns sem þið eruð að reyna að ná sambandi við? Þannig að ykkar löglegu kvikmyndir og ykkar löglegu lög fari í einu hoppi inn á tölvuna ykkar? Ég vildi að ég gæti búið í ykkar heimi. 

Mér leist vel á þetta:

 " Ég er viss um að fólk myndi ekki sætta sig við að einungis væri hægt að hringja í "áhveðin" símanúmer gegnum símkerfið á "álagstímum" ( t.d í hádeginu ). Hversvegna ætti þetta að vera öðruvísi með nettengingar? "

Þú hefur í alvöru ekki rassgatshugmynd um hvernig þetta virkar, er það nokkuð?

Yrði þetta ekki betra en að enginn gæti hringt neitt vegna þess að það eru einhverjir 10 sem eru með 15 línur í gangi, allar í 900 númerin?

Forgangsröðun er kominn til vegna þess að við erum með takmarkaða bandbreidd til útlanda.  Og ef enginn forgangsröðun væri, þá væru örfáir torrent fíklar búnir að þenja sín forrit alla leið, og þú gætir ekki komist á eina einustu síðu hýsta í útlöndum til að bjarga lífi þínu. 

Við erum staddir á lítilli eyju langt úr alfaraleið í Norður-Atlantshafinu, herramenn. Við erum með tvo kapla, annann sem fer til Kanada, hinn sem fer til London. Þeir eru bara ekki að höndla þá traffík sem Íslendingar henda í þá. Þetta er viðbjóðslegt ástand, en það er svona sem það verður þangað til það batnar. 

Dave (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:22

13 Smámynd: Loopman

Kannski er forgangsröðun góð og gild.. En það á þá að selja aðgang að http en ekki NET TENGINGU. Þetta eru ekkert annað en vörusvik og fjárkúgun. Ef maður er að borga hæsta internet sem til er fyrir lélegustu tenginuna, þá er það ekkert nema glæpastarfsemi.

Loopman, 12.11.2007 kl. 15:04

14 identicon

Ekki net tengingu? Á þá að kalla þetta áskrift að Ávaxtabílnum?

Það er verið að selja aðgang að HTTP og öllum öðrum protocol-um sem finnast á netinu. En vegna þess að við búum ekki betur en svo að Cantat-3 er rétt að möndla 2x2.5 Gbita bandvídd og Farice sýnist mér vera með 2.5 Gbit, þá er bara ekki úr jafn miklum hraða að moða og þeir sem búa ekki á klaka 'in the middle of nowhere'. Ef þú vilt röfla í einhverjum undan því, bendi ég á Farice og Cantat. Þar finnurðu glæpastarfsemina þína.

Þykir reyndar skondið að þessi umræða sé tengd breiðbandsfréttinni. Breiðbandið er algjörlega úrelt nettengingarleið sem fer í gegnum loftnets plöggið hjá þér, og kemur ADSLi og Ljósleiðara ekkert við. 

Dave (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:14

15 identicon

Ég own-a mistök í síðasta kommenti. Snillingarnir á 24 stundum kjósa að kalla allar háhraða ADSL og Ljósleiðara tengingar 'breiðband'. Bölvuð vitleysa :P

Dave (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:33

16 identicon

Ég borga minn tæpann 8000 kall á mánuði.

Pípan mín er 12Mbit. Ég skil mjög að þegar það er mikið álag þá næ ég ekki 12Mbps frá útlenskum serverum, hvort sem það er vegna þess að sæstrengirnir eru fullir af torrent traffík eða einfaldlega vegna þess að þeir eru á route með of littla bandvídd til að senda mér á 12Mbit.

Vandamálið snýst ekki að því að tengingin sé hæg. Það sem fer í taugarnar á mér er að HIVE eru vísvitandi að hægja á áhveðnum hluta netsinns á álagstímum.

Þetta hefur EKKERT með það að gera að pípurnar sem ég fer gegnum séu fullar eða að serverinn geti ekki sent mér á fullum hraða. Ef ég fer gegnum HTTP þá næ ég fullum hraða en ef ég fer gegnum NNTP þá er netið dead slow VEGNA ÞESS AÐ HIVE ERU AÐ TAKMARKA MIG!

MÉR ER DRULLU SAMA UM YKKUR HIN OG HVORT VEFSÍÐUR TIMEOUTI HJÁ YKKUR VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER AÐ SÆKJA MÍNAR KVIKMYNDIR.

Mér finnst ég hafa jafn mikinn rétt á því að nota þá utanlandstraffík sem til er staðar í NNTP eins og þið hafið á HTTP.

Ég vil ekki nota torrent.is því þá þarf ég að senda frá mér gögn á sama tíma og ég sæki, það er ólöglegt

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:30

17 identicon

Fyrir rúmu ári síðan var ég með nettengingu frá ogvodafone.

Hún var 6Mbit svo hún ætti að ráða við 2000 GB af niðurhali yfir 31 daga tímabil.

OgVodafone bustuðu mig þegar ég huggðist nota meira en 2% af aflkastagetu þeirrar tengingar sem ég var að borga fyrir.

Ég vil taka fram að þessi klausa sem þeir þykjast vísa til í skilmálum var hvergi að finna á vefsíðunni ogvodafone.is


Petur Myrkvi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:12

18 identicon

6Mbit áttu að vera 8Mbit

Petur Myrkvi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:13

19 identicon

Pétur Myrkvi þú ert nú meiri kallinn.

Auðvitað á http umferð að hafa meiri forgang heldur en NNTP og torrent, því þessir síðarnefndu hafa svo gríðarleg áhrif á alla http umferð hjá öllum hinum.

Í raun erum við í minnihluta af öllum þeim íslendingum sem nota netið. Langflestir eru bara að nota http, sem er algengast að nota, eða spila leiki. Þótt einhverjir gaurar séu að stela kvikmyndum og þáttum allan sólarhringinn, þá er mjög slæmt ef það hefur áhrif á http hjá öllum hinum.

Þótt þú verðir 10 eða 20 mínútum lengur að sækja eina kvikmynd, þá er það mun skárra heldur en að allir hinir þurfi að bíða 10-20 sek lengur eftir því að heimasíður reloadist.

Buster Bjarti (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:23

20 identicon

Það er enganvegin á minni ábyrgð að þið hin séuð lengur að ná í heimasíður. HIVE eru með of lítið útlandasamband til þess að þjónusta ykkur, það á ekki að bitna á mér.

Stuldur er lögbrot.
Ég er EKKI að stela einu eða neinu þegar ég downloda kvikmynd þar sem ég er ekki að hagnast af afritunartökunni. Ég gæti verið að spara mér pening en lagalega séð þá er allt í lagi við það.

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 15:15

21 identicon

Pétur þú snýrð þessu við... það á ekki að bitna á meirihluta netnotendum hjá hive, þ.e leikjaspilurum og http-browserum, ef einhver minnihluti hive notenda ætlar að vera að stela bíómyndum af netinu. Hive hefur bara ákveðið að láta meirihluta sinna notenda hafa forgang, en þig aðeins minni forgang.

Varðandi hvort þetta sé löglegt eða ekki eða hvort þú sért að stela eða ekki... það er endalaust hægt að berja hausnum í steininn og reyna að telja sjálfum sér trú um að þetta sé löglegt, og ekkert fórnarlamb sé af þessum glæp, og ekki sé hægt að stela neinu ef það er bara afrit...

Reyndu að segja fólki það í öðrum löndum, sem MPAA hefur verið að kæra út um allan heim fyrir stuld á kvikmyndum. Þótt svo enginn á Íslandi hafi enn lent í þeim, þá er það bara tímaspursmál að einhver fái háa sekt fyrir þetta athæfi.

Buster Bjarti (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:11

22 identicon

Málið snýst um að HIVE gefa þessa forgangsröðun hvergi upp. Ég þurfti að hjakkast á þeim með email sendingum þar til ég fékk að vita að þeir væru að forgangsraða.

Þessi forgangsröðun HIVE varð til þess að ég fékk mér 1.2 TB auka harðadiskapláss, og raða núna drasli sem mér "gæti dottið í hug" að horfa á seinna meir í que. Á þann hátt þarf ég ekki að bíða eftir því að efni sé tiltækt og aðgengilegt detti mér í hug að sækja það á kvöldin.

Málið dautt. 

Pétur Myrkvi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband