Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2008 | 11:53
Innherjaviðskipti og spilling
Sem svar við þessu þá er það ekki flókið. Davíð Oddsson situr í skjóli persónulegs ótta þingmanna. Það sem skelfilegast er við þetta er að það er persónuleg sjálfsbjargarviðleitni þingmanna og spillaingarmanna á fleiri sviðum sem heldur þjóðinni í heljargreipum. Skítapakk.
Stjórnmálamenn verða siðblindir um leið og þeir fara á þing. Til að komast gegnum svona síur eins og flokkarnir eru þarf ákveðnar týpur. Fólk sem er tilbúið að selja sálina fyrir nokkra aura, selja skoðanir og áhrif sín fyrir fleiri aura.
Það er löngu búið að leka út hverjir seldu fyrir 9 milljarða í landsbankanum síðasta klukkutímann fyrir lokun kauphallarinnar um daginn, en enginn segir neitt og öllum er sama. Það er bara allt í lagi að selja hlutafé til manns sem er þegar orðinn gjaldþrota (Magnús Ármann) og nota hann sem lepp og "fall guy" til að bjara rassgatinu á sjálfum sér. Sigurjón ex bankastjóri skammast sín allavega ekki, ekki frekar en Elín bankastýra, sem fékk stöðuhækkun fyrir að ná að bjarga eigin rassgati á innherjaviðskiptum eins og fleir innan bankans.
Fjórða valdið.. HAAA skítapakk, aumingjar, kjölturakkar og handbendi auðmanna og vinnuveitenda sinna.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2008 | 22:02
Innherjaviðskipti og flokkurinn + Martha Stewart
Blogg Jóns Magnússonar þingmanns Frjálslyndra fjallar um skömm forsetans að bjóða gamalli vinkonu Dorritar í partý. Hverjum er ekki sama hvort ríkið borgi eina kokkteilveisluna í viðbót.
Svo var önnur færsla sem mér ofbauð líka og kom hún frá einni mestu slepju bloggheima, Stefáni SUS-ara. Þar fjallar hann líka um veruleikafyrringu á Bessastöðum. Mitt svar við hans færslu er hér:
Svar mitt við þeim báðum er hér:
"Eitthvað held ég að ef Herra Ólafur R. Grímsson væri sjálfstæðismaður þá væri þetta bara allt í lagi. Það er með ólíkindum að skítlega eðlið sem Ólafur sagði Davíð Oddsson vera með hér um árið, er enn landlægt innan flokksins.
Hjarðlífið á sér engin takmörk innan XD. Þar eru menn ekki einusinni barðir til hlýðni, þeir hlýða vegna þess að því það er í eðli þeirra, sem íhaldsmanna að hlýða. Það sem verra er þó, er þetta takmarkalausa ósjálfstæði og hugsunarleysi sem einkennir þá sem flokknum fylgja. Dæmi: Enginn þeirra hefur sjáfstæða hugsun, þeir hugsa eins og þeim er sagt að gera og ekki bara það, heldur taka þeir persónulegan pirring Davíðs gagnvart Ólafi og gera hann að sínum.
Ekki bara gagnvart Ólafi, heldur líka gegn Evrópusambandinu líka, því það er búið að þurka út úr "the collective memory" flokksins að Davíð var einn harðasti Evrópusinninn á landinu hér áður. Svo pirraðist hann útí Jón Baldvin og varð fúll á móti. Afleiðingarnar uppskerum við almennigur sem nennum að hugsa, og reyndar hinir líka, þeir eru bara enn í afneitun. Óstjórn efnahagsmála og Seðlabankinn er djók.
Það er fáránlegt að vera vesenast útí Mörthu Stewart þegar orðið innherjaviðskipti eru annarsvegar. Ef hann mætti ekki borða með neinum sem slíkt hefði á samviskunni þá myndi Ólafur snæða einn í öll mál. Nefndu mér þann viðskiptamann sem EKKI hefur notað sér vitneskju sína og lélegan lagaramma hér á landi til að hagnast eða forða sér frá tapi með innherja viðskiptum eða upplýsingum. Eitt nafn er allt sem ég bið um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2008 | 14:03
Ástæða skrílsláta
Í mínum vinahópi var búið að ræða þessa helgi og við vorum öll sammála um að það yrði mikið að rugludalla liði og óspektum þarna. Hvernig er hægt að spá fyrir um svona lagað. Svarið er einfalt, og ekki víst að allir séu því sammála, aðallega vegna þess hversu einfalt það er.
Þessir bíladagar hafa alltaf laðað að sér rugludalla sem vita fátt skemmtilegra en að drekka, dópa og keyra kraftmikla bíla. Svarið er þetta... Það magn að dópi sem flæddi um Akureyri þessa helgina er margfalt á við venjuleg helgi þar. Flestir sem eru svona sport dóparar, bíladellu kallar og kellingar sem dressa sig upp í leður, tattoo og með spíttrönd á efri vörinni og hanga á Nasa og Thorvaldsen allar helgar, flykkjast til norður til að taka þátt í því að skoða nýjustu svörtu Bimmana (BMW) með dökkum rúðum og aðra álíka bíla.
Kanna hvar best sé að sjúga kókaínið af mælaborðinu eða beint af leðursætinu. Það var alveg vitað mál að flestir fyllibyttu ökumenn og dóphausar landsins væru þarna. Það fylgir oft þessu "djamm líferni" að hafa áhuga á bílum, og allir eru með áhuga á sömu bílunum. Fyrirsjáanlegt lið í rauninni, sorglegt pakk. En með cool tattoo.... flest allir með sama tattooið.. tribal niður á úlnlið og uppá háls.
Þegar þetta lið safnast saman til að dópa, slást og vera með macho macho man stæla, þá verður Akureyri eins og vitleysingahæli.
265 mál til lögreglu á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2008 | 14:00
Sjúkleiki ráðamanna
Þessi framkoma minnir mikið á sjúkdóm sem hefur herjað á bæði flokksformenn og sér í lagi forsætisráðherra.....Kallast Daviðs Heilkennið.
Það virkar þannig að ef þetta er ekki fyrirfram ákveðið drottningarviðtal, ritskoðað af réttum aðilum, þá hreyta þessi menn út úr sér fúkyrðum og saka fréttamenn um dónaskap og ruddaskap.
Davíð Oddsson þjáðist af þessu og gerir enn. Halldór Ásgrímsson lagði skóna á hilluna vegna þessara veikinda, og nú er G. Hilmar Haarde orðinn sjúkur maður.
Þetta er mjög óheppilegt þar sem aðal hlutverk forsætisráðherra er að gera, er einmitt að tala við blaðamenn og þjóðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 10:46
Út að borða
Eftir að hafa lesið bloggfærsluna hjá Púkanum hér... þá kommentaði ég þetta hjá honum og ákvaða að birta þetta sem blogg líka hjá mér.
Íslenskir veitingastaðir eru flestir rusl. Er ekki að vera bitur eða pirraður, heldur eftir að hafa búið í erlendis og ferðast útum allt, þá er þetta eina niðurstaðan sem hægt er að komast að.
1. Munurinn á skyndibita og betri veitingahúsum er svo lítill. Bæði hvað varðar verð og gæði. Erlendis færðu ódýran mat sem oft er ok, en þegar þú ferð á betri staði er maturinn oftast mikið betri og þjónustan líka. Hér er þjónustan alltaf frekar slök. Ef maður vill eitthvað spes, eða ef maturinn er hálf kaldur eða jafnvel frosinn eins og kom fyrir mig tvisvar í röð á Pítunni á síðasta ári, og maður kvartar, þá er oftast leiðinda attitude og manni líður eins og skít fyrir að vilja fá sæmilegan mat fyrir klikkað verð.
2. Hráefnið hér er oftast ekki gott, margir staðir notast við forgrillað frosið kjöt, dósagrænmeti (Núðluhúsið á Laugarvegi) og þar frameftir götunum. Og maður þarf að borga óheyrilegt verð fyrir lélegan mat.
3. Matur er fáránlega dýr hér og allir staðirnir reyna að ræna fólk peningum í stað þess að bjóða uppá almennilegan mat. Dæmi um þetta er Indian Mango. Þar fær maður Chicken Tikka Masala á sirka 2000 kall. Sem eitt og sér er rán. En svo þarf maður að kaupa hrísgrjón sérstaklega, og þau kosta 350 skammturinn fyrir manninn. Þau eiga að vera hluti af réttinum. Tólf tommu pizza fæst á sirka 2400 kr hvar sem er. Sem er miðað við Bretland fjórfalt verð. Heimsending frá Dominos eða hvaða stað sem er í rauninni tekur að meðaltali 40-60 mínútur. Ofan á það borgar maður fullt verð, sem líka rán. Mér finnst að pizzusendlar ættu að rukka alla með því að ota að þeim skambyssu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 21:53
Þjóðernisstefnan á sér engin takmörk
Nú er æðstistrumpur Vladimir Putin farinn að segja kjölturakkanum sínum Dimitry Medvedev að nota Kyriliskt letur, eða rússneska stafi á netið. Þessi umræða var í gangi í bresku pressunni fyrir hálfu ári síðan. Þetta er bara Pútín að sýna heiminum hverstu stórar tennur hann er með.
Vill vefslóðir með rússnesku letri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.5.2008 | 10:34
Öll vitleysan er eins
Nú er ég farinn að blogga um eign ágæti. Smá hroki gerir engum mein segi ég bara. Þegar bloggheimar loga af trúarlegum ófriði og kverúlantarnir og "já hjörðin" keppist um að rúnka hvert öðru á lyklaborðinu (svona hóprúnk smásála er alveg rosalega skemmtilegt, þetta er eins og að hlusta á símatíma hjá Arnþrúði Karls, eða horfa á Jerry Springer) verð ég að hætta að efast um eigið ágæti.
Mér tókst á innan við viku að segja mínar skoðanir á nokkrum bloggurum, sjá tveim færslum neðar. Einn ignoraði mig alveg, enda er hann í fullri vinnu við að endur blogga fréttir af mbl.is og bætir engu við. Hann er þó með flotta höku hann Stefán.
Jenny eitthvað komentaði tveim færslum fyrir neðan með hjarðarkommenti, sem særði mig mikið, en er þó viðurkenning á því að hún er rígbundin yfir mínu bloggi án þess að viðurkenna það. Lifi smásálin.
Svo var það Jóna something sem ritaði um mig heila færslu og uppskar rúm 60 komment frá hjörðinni þar sem mér var að hluta til úthúðað, hinir bara sögðu já, eins og þeim einum er lagið. Svo kemur sprengjan.... AFSÖKUNARBEIÐNI.
Ég skoðaði þetta bara nú í morgun og sé að Jónan hefur beðið bloggvin minn Friðrik Þór afsökunar eins og hér segir: "Með ógætilegu orðalagði í færslunni hér á undan mátti skilja það sem svo að Friðrik Þór hefði haft látið frá sér þau orð sem þar koma fram. Það var auðvitað ekki svo, heldur var það vinur minn Loopman sem tjáði sig opinskátt um sínar skoðanir og tilfinningar í garð nokkurra bloggara. "
Það var gott hjá henni, ógætileg blogg eru ekki góður pappír. Friðrik hefur farið hamförum á sínu bloggi, sem er stórskemmtilegt að lesa. Þó svo ég nenni ekki að lesa allt vel mjög vel.
Svo kemur yfirklórið "Reyndar langar mig líka að biðja Loopman afsökunar ef ég hef gefið í skyn að þetta komment hans hafi farið fyrir brjóstið á mér. Þvert á móti hefur það kætt mig mikið og ég hef fengið nokkur símtöl frá vinum sem hafa vitnað í einstaka setningar úr þessu kommenti og hlegið yfir skemmtilegu orðalagi hans og athugasemdum."
Í lok þessa bloggs síns segir Jónan að hún sé þunn. Líklega er þetta ekki rétt sem hún segir, heldur svona tilfinning sem maður fær eftir óvenju krafmikla drykku, þegar maður vaknar og segir "ég er hættur að drekka". Hún neitar því að hún hafi verið hörundssár. Mín ætlun var ekki að særa, en stundum er sannleikurinn erfiður, því er ekki að neita. Mig grunar að hún hafi ekki bara verið hörundssár fyrst, heldur fengið ofsakast og grey bretinn sem skuldar mér english breakfast miðað við bloggið hennar Jónu, legið skíthræddur við konuna sína undir rúmi. Ég hef sjáflur búið í landi bretans og geri dúndur english breakfast sjálfur. Ég reyndar smíða líka skútur og skerpi skauta, en það er annað mál. Ég geri líka gott sushi, og kann að spila lúdó.
Reiðkastið varð til þess að hún skrifaði sérstaka færslu mér til heiðurs og núna þegar fylleríið sem hún notaði til að gleyma reiðinni er búið og þynnkan tekin við, þá kemur eftirsjáin. Hún segir þetta hafa verið skemmtilegt. Það fannst mér líka. Þetta er það sem alkar kalla "a moment of clarity", þegar maður sér hlutina eins og þeir eru. Jóna fær þess vegna hrós frá mér fyrir að vera ekki með pirring heldur að hafa gaman af þessu, þó svo það hafi kostað hana eina flösku af bresku Gini og tveggja daga þinnku.
Það sem skyggir á þess afsökunarbeiðni er síðasti kaflinn þar sem Jóna fer að réttlæta blogg yfir höfuð. En ég horfi í gegnum þynnkuna og eftirsjá hennar og flokka þetta undir "a moment of weakness" af hennar hálfu.
ps.. ég kem til með að taka hana á orðinu og fara til hennar í English Breakfast ef hún þorir að standa við stóru orðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.5.2008 | 10:03
WTF... Standa sig vel???
Það er alveg makalaust hvað íslengingar taka þessa keppni alvarlega. Þetta er árshátið homma hér á landi, sem er ágætt, en að þykjast finnast þetta lag okkar gott er skammarlegt, bæði fyrir hommana sem aðra.
Það berast fréttir af því ár eftir ár eftir ár eftir ár, alveg sama hversu lélega flytjendur eða lög við sendum, þá eru fréttirnar alltaf eins: "Íslenski hópurinn stendur sig vel í X landi, slógu í gegn á 30 manna ölkrá, eru gríðarlega umsetin blaðamönnum, stemmingin frábær í hópnum, laginu spáð 3 efstu sætunum, bla bla bla" og svo framvegis. Googlið þetta bara, þetta eru sömu fréttirnar ár eftir ár, það er bara búið að breyta nöfnum og staðháttum.
Það skiptir engu máli hversu "vinsæl" eða hversu mikið þetta fólk skemmtir sér þar sem keppnin er haldin. Þeir sem kjósa sjá það aldrei. Reyndar eigum við ekki séns þar sem við erum ekki austur evrópubúar. Ég bind miklar vonir við "pólverjasamsærið" svokallaða. Eins og Marx sagði hér forðum, "Pólverjar alla landa sameinist og kjósið Island", þannig get pólskir innflytjendur annara landa kosið okkar lag.
Annars er þetta algert bruðl á okkar peningum, borga undir stóran hóp af fólki, sumt sem fer aftur og aftur sem bakraddir, kynnar, pródúserar, og whatever, til að drekka, sjúga kók og hafa gaman í rúma viku. Bara svo þessi sami fjölmiðill geti nuddað óhófinu ofan í sár okkar sem missum af djamminu, kókinu, kóngafólkinu og öllu þessu sem er skemmtilegt í lífinu.
Konunglegar móttökur í Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 15:20
Vænkast hagur Strympu
Nú er ég loopman orðinn umtalsefni annara bloggara.. það er athyglisvert. Hér segir Sæmundur skemmtilgilega frá:
Eins kemur ofurbloggarinn Jóna eitthvað með sína færslu sem ég set hér inn í heild sinni, og kallast hjá henni..."Ég er sjúk í athygli og þið eruð hjörðin mín" Sjá hér:
Ekkert er betra en sjálfsskoðun af og til. Við lærum eitthvað um okkur sjálf, eins lengi og við lifum, þó vissulega sé misjafnt hversu vel hver og einn þekki sjálfa sig.
Nú er það svo, að þegar persóna er jafn athyglissjúk og ég sjálf, þá er fátt sem gleður hennar litla hjarta jafn mikið og að sjá að fólk úti í bæ hafi skoðun á henni. Tali um hana. Skiptir þá engu hvort það umtal er gott. Slæmt umtal er betra en ekkert, í huga athyglissjúkra. Það ætti ég að vita best sjálf.
Svo finnst mér líka óendanlega gaman að sjá að fleiri en ég eru haldnir þeirri sjálfspyntingarhvöt að liggja yfir einhverju sem fer í taugarnar á þeim. Sjálf dregst ég að til dæmis sjónvarpsefni sem fer í taugarnar á mér. Skemmti mér við að hneykslast á leikurunum/efnistökum/tónlistinni/þýðingu, eða hverju því sem fer í pirrurnar á mér. ''Skemmtilega hallærislegt'' efni er það besta sem ég veit. Helst það hallærislegt að ég roðni út að eyrum af skömm fyrir hönd viðkomandi.
Mig langar til að deila með ykkur skrifum ónefnds bloggara um mig og fleira fólk, í athugasemdarkerfi hjá öðrum ónefndum bloggara. (Ég tek fram að nú er ég að reyna að vera tillitssöm).
Ég bið ''hjörðina'' mína endilega að láta heyra sem hæst í sér, því ekki viljum við taka frá þessum aðila þá þenslu sem þið og ég, getum skapað í sameiningu, á hans taugum.
Kæri (ó)vinur, takk fyrir þá ómældu skemmtun sem þú hefur veitt mér í dag. Ég auðvitað hékk inn á blogginu allan liðlangan vinnudaginn og fylgdist með framvindu mála. Því mér þykir svo gaman að lesa um mig. Að frátöldum þeim tíma sem ég eyddi í Kringlunni, verslaði mér fatnað og drakk kaffi með vinkonu. Allt á fullum launum. Hugsaðu þér!
Helst af öllu vildi ég bjóða þér í enskan morgunmat um næstu helgi en á erfitt með það, þar sem ég finn þig ekki í símaskránni. Þú þyrftir nebblega að koma inn á heimilið mitt og sjá heimilislífið með eigin augum. Og eyrum. Þá fyrst myndirðu skilja merkingu orðsins ''tuðari''.
Ég hef verið bloggari ansi lengi, byrjaði á því fyrst árið 1998. Hef bloggað hér og það með hléum síðan þá. Það sem mér finnst persónulega um þessa "topp 4" bloggara. Áslaugu Ósk hef ég lítið lesið og get því ekk fullyrt um hana eins og um hina þrjá. En Jenny, Jóna og Stefán eiga það sameiginlegt að fara heilmikið í taugarnar á mér. Fyrst og fremst vegna þess að þau blogga þannig að það eru margar færslur á dag. Maður fær á tilfinninguna að þau eigi sér ekkert líf.
Jóna Á Gísladóttir bloggar eins og wannabe rithöfundur. Sem hún reyndar er :) Segir það sjálf á sínu bloggi. En hún er með ákveðinn stíl. Stíl sem ég gagnrýndi hana á hennar eigin bloggi hér um daginn og uppskar skæðadrífu af gagnrýni og skítkasti frá "já hjörðinni" sem kommentar á bloggið hennar svona: "ooo þú er svo mikið æði; fjöskyldan þín er frábær, þú ert svo hugrökk..." og svo framvegis. Ég á afskaplega erfitt með að sjá fólk opna sig svona og sína fjölskyldu á netinu, sérstaklega þegar hún talar um börnin sín. Það fylgir mikil ábyrgð því að blogga um einstaklinga og setja allt um þá á netið. Eins er þarna mikið af bloggtuði frá henni.
Jenny Anna er manneskja sem bloggar stórar færslur um fréttir oft á dag. Sem þýðir að, rétt eins og Stefán sem gerir slíkt hið sama, þau eru alltaf ofarlega á listanum yfir ný blogg og því klikkar fólk á þeirra link. Þó svo innihaldið sé frekar krappí. Jenny tuðar eiginlega meira en Jóna, sem er talsvert afrek.
Stefán er með myndarlega höku, en ekki nægilega skemmtilegar skoðanir. Hann er einum of mikill SUS frjálshyggu sveimhugi fyrir minn smekk. Hann er líka það meðvitaður um fjölda lesenda á sitt blogg, rétt eins og hinar tvær allavega, að hann er með svona "disclaimer" sem hann beinir að lesendum sínum
Allir þessir 3 bloggarar hafa það sameiginlegt að banna eða vera á móti nafnleysi. Allir 3 eiga það sameinginlegt að tuða rosalega mikið. Stefán kannski skárri en þær tvær. En það sem einkennir þau er gríðarleg athyglis sýki sem manifestar sig þannig að þau rasa út um allt og ekkert. Ef þetta væri skemmtilegt sem þau rita væri það bara gott mál, en því miður er það ekki svo.
Þessi "Já mafía" sel eltir þetta fólk á spjallinu er líka frekar sad lið. Eins og Obi Wan Kenobi orðaði það hér um árið....."Who's the more foolish: The fool, or the fool who follows him?"
Ætli ég verð ekki hrópaður í kaf núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 23:18
Útvarp saga og presturinn
Ég rambaði inná þetta blogg áðan, Endilega lesið þetta stutta blogg og kommentin. Hér er verið að kalla málið gegn prestinum á Selfossi sem er sakaður um, og búið að kæra fyrir kynferðisbrot gegn unglings stúlkum.... Á útvarpi sögu var fjallað um þetta mál og hér er mitt komment á það og bloggið sem ég vísa í hér að ofan.
...og ég ákvað að hlusta á þetta. Þvílíkt og annað eins rugl hef ég ekki heyrt í langan tíma. Arnþrúður gerði sig seka enn einusinni um ekki bara heimskulegan málfutning heldur líka að draga á borð mál sem koma henni ekki við. Henni tókst að skamma og gera lítið úr sýslumönnum, lögreglu, barnaverndayfirvöldum, kirkjuhús, þjóðkirkjuna, barnastofu (sem hún heldur að sé það sama og baranverndarnefnd), karlmönnum, og þessum stelpum sem hafa lagt fram kæru.
Hún kallaði þetta annað Byrgismál. Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki annað slíkt. Annar eins viðbjóður hefur ekki sést lengi. Kynlíf, guð, skattsvik, peningaþjófnaður og misnotkun á veiku fólki. Er ekki í lagi með fólk. Hafiði séð videoið með Iron Master? Kannski fynnst bara öllum nema mér það allt í lagi að láta 16 ára stelpur setja rafskaut á punginn og rassinn á sér.
Arnþrúður toppaði sjálfa sig og þá sína stöð í leiðinni með því að vera taka sér skoðun á máli sem hún hefur ekki þekkingu á né hefur neinar staðreyndir um. Hún lagðist svo lágt að segja að þetta væri samsæri kirkjuhúss og þjóðkirkjunnar um að koma að nýjum "vel liðnum" presti að á Selfossi. Er ekki í lagi með hana. Hún er að saka þjóðkirkjuna um að plotta um að koma að ákærum um kynferðisbrot gegn sínum eigin presti til að koma nýjum að.???? Kommon finnst ykkur þetta vera málfutningur sem er í lagi????
Þetta er ábyrgðarleysi af VERSTU SORT. Það er í raun skandall að einginn hafi farið í mál við hana útaf þesskonar málflutningi. Að vera draga persónuleg mál AFTUR og AFTUR í beina útsendingu þar sem hún ræðir þau við fólk sem ætti helst aldrei að tala í útvarp er forkastanlegt.
Þetta brýtur flest allar reglur blaðamannafélagsins, lög um friðhelgi einkalífs, og allar almennar siðareglur samfélagsins. Ég hélt að ég væri grófur bloggari, en ég kemst ekki með tærnar þar sem Arnþrúður hefur hælinn. Þvílíkt skítkast hef ég ekki heyrt á háa herrans tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef öll einkavæðingin eing og hún leggur sig hefði gerst í USA, þá sætu 95 % þeirra sem í henni tóku þátt, á einn eða annan hátt, í fangelsi í dag.
Hér eiga allir hver í öðrum og þegar Baugur fer undir, eins og allt stefnir í miðað við þetta FL group / Enron dæmi sannar þá verða dóminóáhrif, og þeir sem borga brúsann er almenningur sem eru að kauap hlutabréf eins og bjánar"